Er óska efnahagstefnan massív peningaprentun, uppkaup seðlabanka á skuldabréfum og að keyra upp verðbólgu?

Margir halda því fram að vextir á Íslandi séu mun hærri en í mörgum öðrum Evrópulöndum vegna krónunnar. Það er í sjálfu sér rangt.

Vissulega má segja að í því felist sannleikskorn, en það er aðeins lítill hluti skýringarinnar.

Í fyrsta lagi er rétt að velta því fyrir sér hvers vegna vextir eru svona lágir í mörgum Evrópulöndum, sérstaklega á Eurosvæðinu og þeim löndum sem tengjast því sterkum böndum.

Staðan er einfaldlega sú að hagvöxtur er þar ákaflega lítill, atvinnuleysi er hátt og til skamms tíma geysaði þar verðhjöðnun.

Er það það sem Íslendingar vilja stefna að?

Seðlabanki Eurosvæðisins hefur prentað peninga eins og enginn væri morgundagurinn, og hefur ásamt seðlabönkum aðildarríkjanna keypt upp skuldabréf frá ríkisstjórnum og stór fyrirtækjum og keyrt niður vexti, og þannig gert ríkisstjórnum kleyft að halda áfram skuldasöfnun og jafnframt tryggt hagnað fyrirtækjanna.

Er það þetta sem Íslendingar vilja að stjórnmálin stefni að?

Væru Íslendingar betur staddir ef Seðlabankinn væri að kaupa upp ríkisskuldabréf og skuldabréf stórfyrirtækja og stefndi ótrauður að því að keyra upp verðbólgu?

Þannig væri staðan ef Íslendingar væru aðilar að Evrópusambandinu og hefðu tekið upp euro. Ekkert ríki mátti skorast undan, ekki Þjóðverjar sem höfðu engan áhuga á því að taka þátt, eða Eistland, þar sem ríkið hefur aldrei gefið út skuldabréf.

Hverjir halda að ríki eins og Ísland þar sem hagvöxtur hefur verið allt að 7%, hafi þörf fyrir slíkar trakteringar?

Eina ríkið á Norðurlöndum sem er með euro er Finnland. Þar er atvinnuleysi á milli 7 og 8%,

Þar var verðbólga í september 0.87%. 80 kílómetrum sunnar er verðbólgan í Eistlandi 3.67%.

Verðbólgan var enn hærri í Litháen í ágúst, eða 4.6%

En stýrivexirnir eru þeir sömu, er það virkilega skoðun einhvers hluta Íslenkra stjórnmálamanna að vextir hafi ekki eða eigi ekki að hafa neina tengingu við stöðu efnahagsmála?

Eru einhverjir Íslenskir stjórnmálamenn þeirrar skoðunar að helsta verkefni Seðlabanka Íslands ætti að vera nú að keyra upp verðbólgu og massív peningaprentun?

Það er hlutskipti seðlabanka euroríkjanna nú.

Ein af mýtunum sem haldið hefur verið fram er að við upptöku euros verði verðbólga á Íslandi svipuð og í öðrum ríkjum eurosvæðisins.

Tölurnar hér að ofan ættu að fullvissa flesta um að það er rangt, og eru aðeins enn eitt dæmi um að "sölumenn" eurosins halda fram rökum sem halda engu vatni.


mbl.is Viðreisn sýnir spilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband