Enn traustur meirihluti gegn inngöngu Íslands í "Sambandið".

Um leið og rétt er að fagna því að í átta ár hefur alltaf verið traustur meirihluti gegn í að Íslendingar gagni "Sambandinu" á hönd, er það vissulega áhyggjuefni að samkvæmt þessari könnun hefur fylgi við "Sambandsaðild" þó aukist.

Sömuleiðis er meirihluti landsmanna andvígur því að taka upp viðræður við "Sambandið" að nýju. Því ber að fagna.

Margir hafa gert mikið úr því að nú sé meirihluta kjósenda VG fylgjandi aðild, en þó að svo sé samkvæmt könnuninni, þykir mér ekki rétt að gera mikið úr því.

Bæði vegna þess að munurinn (51/49) er innan skekkjumarka, ekki síst þegar könnunin byggir á 854 svörum, og þar af líklega kjósendur VG, í kringum 200 einstaklingar.

En Sjálfstæðisflokkurinn kemur fram sem höfuðflokkur þeirra sem eru á móti aðild og er það vel.

En þó að fagna megi niðurstöðunum, eru þær þess efnis að augljóst er að sá meirihluti sem er á móti "Sambandsaðild", þarf að halda vöku sinni.

P.S.  Persónulega finnst mér alltaf að rétt sé að geta þeirrar spurningar eða spurninga sem spurðar voru þegar niðurstöður kannana eru birtar. Ekki síst þegar kannanir eru gerðar á kostnað aðila sem afa einarða skoðuna á viðkomandi máli.  Það er ekki gert hér.

 

 


mbl.is Mikill meirihluti vill ekki í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband