Er eitthvað óeðlilegt við eignaskiptinguna? Er réttu máli hallað?

Það hefur mikið verið rætt um skiptingu auðs á milli jarðarbúa og ranglæti því tengdu og sýnist sitt hverjum eins og í mörgum öðrum málum.

Þessi umræða hefur að sjálfsögðu einnig farið fram á Íslandi og þar er bent á að misskipting þar sé sú minnsta sem finna má innan OECD, en jafnframt er þar langt til nógu vel að verki staðið að mati annara.

Heyra hefur mátt stór orð um misskiptingu eigna hér og þar í fjölmiðlum í þeirri kosningabaráttu sem nú stendur yfir.

En hver er eðlileg eignaskipting?  Um það verður sjálfsagt seint samkomulag og verður án efa rökrætt (ef ekki rifist) um það um ókomna tíð.

En í þeirri frétt sem hér er tengt við kemur fram að 10% Íslendinga eigi 62% eigna umfram skuldir.

Er það óeðlilegt?

Þar eru án efa skiptar skoðanir, en það þarf að hafa í huga hvernig samsetning þjóðfélagsins er og hvernig hefðir og straumar eru.

Hvað er til dæmis eðlilegt að 65 ára einstaklingur (nú eða hjón) eigi meiri eignir en þeir sem eru 30 ára?

Þegar þeirri spurning er velt fyrir sér verður að taka með í reikninginn þá sterku tilhneygingju á Íslandi að taka 40 ára jafngreiðslulán. Þó að slík lán séu með eindæmum óhagstæð, eru þau afar vinsæl. Það fyrirkomulag gerir það að verkum að eignamyndun verður afar hæg framan af greiðslutímanum, en eykst svo all verulega.

Burtséð frá þessu er ekki óeðlilegt að eignir einstaklinga og hjóna aukist með aldrinum, það segir sig eiginlega sjálft.

Þar kemur t.d. til uppsafnaður sparnaður og svo arfur, sem oftast kemur á seinni hluta ævinnar. Ennfremur er það svo að þó að tvær fjölskyldur hafi sömu tekjur, verður eignasöfnun mismunundi.

Enn það kemur fram í greininni og reyndar mun sú vera raunin víðast um heiminn, að eignamisskiptingin er að aukast, og finnst mörgum það verulega afleit þróun.

Við því er hins vegar lítið að gera. Þegar háttar eins og nú gerist víða um lönd, og Ísland ekki undanskilið, og miklar "eignabólur geysa, geta hlutirnir í raun ekki farið á annan veg. Eignir rjúka upp í verði, og að það segir sig sjálft að það eru þeir sem eiga þær (skuldlausar eða skuldlitlar) sem hagnast.  Þó kemur það vissulega þeim eignaminni til góða, en ekki í sama mæli.

En hins vegar er að svo að stóraukið verðmæti fasteigna kemur eigendum þeirra að takmörkuðum notum, nema ef þeir selja þær.

Þannnig aukast lífsgæði þeirra sem búa í eigin eign í Reykjavík, sem hefur hefur hækkað um t.d. 90% á síðustu 6 - 7 árum, ekki neitt ef þeir búa í eigninni.  Það má raunar jafnvel halda því fram að þeim hafi hrakað, því hafi laun þeirra ekki hækkað í samræmi við fasteignagjöldin, bera þeir skarðan hlut frá borði, og athugið að þau leggjast á óháð eignarhlutfalli.

Það er ekki síst álögur eins og þessar sem bitna hart á millistéttinni, sem leggur hart að sér við að eignast eitthvað og sérstaklega hart á t.d ellilífeyrisþegum sem hafa takmarkaðar tekjur.

Þetta er reyndar nokkuð sem er að gerast í flestum stærri borgum hins Vestræna heims. Ísland er langt í frá sér á parti í þessum efnum.

En eignafólk víðs vegast um heiminn hefur átt góð ár upp á síðkasti. Enda hafa eignabólur verið blásnar upp víða.

En það er ekki síst aðgerðir opinberra og hálf opinberra aðila sem hafa blásið í eignabólurnar og þannig fært eignafólki síaukin auð, í það minnsta á pappírunum. Ríkisstjórnir og seðlabankar hafa talið það sína helstu skyldu að vernda hlutabréfamarkaði frá falli, bönkum frá hruni o.sv.frv. Seðlabanki Eurosvæðisins kaupir t.d. skuldabréf stórfyrirtækja, keyrir niður vexti á þeim, sem aftur tryggir góðan hagnað og góðar arðgreiðslur.

Vextir hafa verið keyrðir niður úr öllu valdi, jafnvel niður í hreina neikvæðni.  Það hefur hins vegar orðið til þess að fasteigna- og hlutabréfamarkaðir hafa hækkað, oft meira en raunhæft gæti talist.

Þess hefur ekki gætt á Íslandi, en þó má nefna fjárfestingarleið Seðlabankans sem vissulega hyglaði þeim sem áttu eignir erlendis og vildu flytja þær heim.  Það er ólíklegt að það hafi verið eignasnautt fólk sem var í þeim hópi.

Svo má rökræða um hvort að það hafi komið þjóðarbúinu í heild til góða, en það vissulega fjölgaði "aurum" þar sem þeir voru fyrir.

Það þarf að ræða þessi mál í hreinskilni og það er ekkert óeðlilegt við að ólíkar skoðanir séu um hvernig æskileg eignaskipting sé.

En þeir sem tala hátt um að ástandið sé óásættanlegt, verða að útskýra hvað hlutföll í eignaskiptingu þeir telji æskileg og hvaða aðgerðir þeir vilja nota til þess að ná því.

Að öðrum kosti er varla hægt að líta á málflutning þeirra sem nokkuð annað en lýðskrum.

P.S. Ef ég hef reiknað rétt, er hrein eign hverrar fjölskyldu sem er í efstu 10%, u.þ.b. 105 milljónir.  Er það mikið meira en þokkalegt einbýlishús á höfuðborgarsvæðinu?

 


mbl.is 10% eiga 2.100 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband