Af lekum og lekendum

Sú deila, sem á köflum er býsna farsakennd, sem geysar um hver hafi brotist inn í tölvukerfi tengd Demókrataflokknum í Bandaríkjunum vekur upp ýmsar spurningar.

Flestum þeirra er ekki auðvelt að svara, en margar þeirra eru þess eðlis að það er vert að gefa þeim gaum, velta þeim aðeins fyrir sér - alla vegna að mínu mati.

Ein af spurningunum er: Skiptir það máli hver lekur, hver er "lekandinn"?

Á ekki meginmálið ætíð að vera efni lekans? Og þá jafnframt spurningin á efni lekans erindi við almenning?

Hefðu Íslendingar litið öðruvísi á innihald "Panamaskjalanna" eftir því hver lak þeim?

Skiptir ekki innihaldið meginmáli?

Það segir sig einnig sjálft að það hlýtur að vera óraunhæf krafa að "lekendur" gæti jafnvægis í lekum sínum. Þá skiptir engu máli hvort að um sé að ræða tvísýnar kosningar eða aðra atburði eða kringumstæður.

"Lekendur" hljóta einfaldlega að miðla því efni sem þeir hafa komist yfir.

Önnur hlið er svo að ef viði viljum meina, eins og margir gera nú, að Wikileaks sé ómarktæk upplýsingaveita, og sé handbendi Rússa, getum við litið sömu augum á fyrri upplýsingaleka þeirra?

Er Wikileaks einfaldlega eitt af áróðurstólum Pútins og Rússa? Er það tilviljun að Snowden kýs að halda sig í Rússlandi?

Við engum þessum spurningum er til hrein og bein svör.  Alla vegna ekki fyrir okkur sem búum ekki yfir neinum "innherjaupplýsingum".

Hitt er löngum vitað að leyniþjónustur flestra ríkja njósna um andstæðinga og einnig samherja. Hvernig þær kjósa að nýta sér þær upplýsingar sem þannig er aflað er annar handleggur og vissulega eru til ýmis dæmi um leka sem erfitt hefur verið að rekja.

En það er líka rétt að hafa í huga að leki um að reglur og gott siðferði hafi verið haldnar vekja yfirleitt litla athygli.

Það er jú innihald lekanna sem vekur athygli.

 

 


mbl.is Háttsettir vitna gegn Rússum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband