Er gengið of hátt, of lágt eða bara mátulegt?

Umræður um gengið eru nærri jafn algengar og um veðrið á Ísladni. Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt, enda miklir hagsmunir undir og gengið snertir alla og hefur áhrif á líf þeirra og afkomu.

Það eru því gjarnan skiptar skoðanir um hvað er "rétt" gengi, eða æskilegt.

Mikið hefur verið talað um upp á síðkastið að gengið sé of hátt, að krónan kosti of mikið og skerði möguleika útflutningsgreina og þeirra sem eru í harðri samkeppni við erlenda aðila.

Það er í sjálfu sér ekkert skrýtið að slík sjónrmið komi fram hjá aðilum í útflutningsgreinum, enda gerir styrking krónunar þeim vissulega erfitt fyrir, sérstaklega hvað samninga sem kunna að hafa verið gerðir all langt fram í tímann.

Styrkingin dregur verulega úr hagnaði þeirra og í sumum tilfellum getur komist nálægt því að þurka hann út.

En annað bendir til þess að gengið sé einfaldlega nokkuð mátulegt og ef til vill í lægri kantinum.

Eins og marg oft hefur komið fram í fréttum hefur erlend staða þjóðarbúsins ekki verið betri í áratugi, eða nokkurn vegin frá lokum seinna stríðs.

Viðskiptajöfnuður Íslendinga er í plús.

Vissulega verður að líta á viðskiptajöfnuð til lengri tíma en sé það gert á hann að sjálfsögðu að vera nálægt núllinu.  Heimsviðskipti eru í eðli sínu "zero sum" ef svo má að orði komast.

Hagvöxtur á Íslandi er mikill og atvinnuleysi í lægstu mörkum, þrátt fyrir mikinn innflutning á vinnuafli.

Ekkert af þessu bendir til að styrking krónunnar sé óeðlileg eða að hún sé of hátt skráð.

Auðvitað er ekki fyllilega að marka ástandið á meðan enn eru gjaldeyrishöft. En þau eru sem betur fer óðum að hverfa og vonandi heldur sú gleðilega þróun áfram.

Krónan hefur verið að veikjast nú eftir áramót. Þar kemur líklega til sögunnar aukið frelsi í gjaldeyrismálum, sjómannaverkfall og svo árstíminn.

Það er því ekki ótrúlegt að um frekari gengisbreytingar verði að ræða, en það er ekkert óeðlilegt þegar breytingar verða á markaði.

En það er ekki ástæða til þess að grípa til rótækra inngripa til að lækka gengið. Almenningur á skilið að njóta styrkingarinnar.

Fyrirtækin verða að leita hagræðingar og á slíkum tímum er ekki óeðlilegt að sameiningar og samstarf aukist.

Fyrirtækin leita jafnframt framleiðniaukningar. Þess má þegar sjá merki í fjölda nýrra fiskiskipa sem eru á leið til Íslands. Útgerðarfyrirtæki hafa notað hagstæða tíma til að fjárfesta, sem vonandi leiðir til aukinnar framleiðni og gerir þeim kleyft að takast á við erfiðara rekstrarumhverfi.

Einhverjir munu sjálfsagt hellast úr lestinni, en það lítur út fyrir að það séu aðrir til að "taka upp slakann".

 

 

 

 


mbl.is Gengisstyrking afleiðing hrunsins, ekki orsök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband