Ólíklegt að nokkuð verði aðhafst

Persónulega tel ég engar líkur á því að nokkuð frekar verði aðhafst í þessu máli af hálfu Alþingis eða hins opinbera.

Sem er synd, því mikil þörf er á að farið verði yfir málið og "síðari einkavæðing bankanna" krufin til mergjar. Sama gildir um samstarf Íslands og IMF (Alþjóða gjaldeyrissjóðsins).

Ekki til að "hengja neinn upp", heldur til að læra af, bæði því sem vel var gert og því sem fór miður.

Það er margt sem bendir til þess að þessi mál séu á ýmsan hátt af svipuðum meiði og IceSave samningurinn fyrsti. Það er að segja að þeir sem stóðu að málinu af Íslands hálfu hafi hreinlega ekki verið starfinu vaxnir, ekki haft það sem til þurfti á móti hágæða vönum erlendum samningamönnum.

Til samanburðar má nefna að nú telja Bretar sig ekki hafa á að skipa nægilega góðum samningamönnum í viðskiptasamningum á móti Evrópusambandinu vegna "Brexit" (enda ekki getað gert sjálfstæða viðskiptasamninga í yfir 40 ár, vegna veru sinnar í því sama "Sambandi"), þeir leita því líklega til Ástralíu, Nýja-Sjálands og Kanada og fá "lánaða" þaðan samningamenn.

Þó að Bretar séu meira en 150sinnum fjölmennari en Íslendingar, eru þeir ekki yfir það hafnir að ráða sér samningamenn erlendis frá.

En Steingrímur sem "varla át eða svaf", og þeir sem voru í kringum hann gerðu að sjálfsögðu engin mistök. Um það virðast flestir alþingismenn og ótrúlega margir Íslendingar reiðubúnir að þjappa sér.

Vek að lokum athygli á ágætum pistli Marinós Njálssonar um þetta mál, góð lesning og gott að lesa athugasemdirnar sömuleiðis.

 

 

 


mbl.is Vigdís biður stjórnskipunarnefnd um rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband