Kastljósið: Ný þróun í kosningabaráttu á Íslandi?

Á miðvikudag sá ég auglýsingar um komandi Kastljós og skildi þær eiginlega svo að spilað yrði í þættinum í upptaka af samtali Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde.

Það var því svo að í dag (föstudag) að leitaði ég uppi Kastljósið á vef RUV og horfði á, nokkuð spenntur.

Mér fannst þátturinn óttalegt þunnildi þegar upp var staðið.  Ekkert nýtt kom fram sem ekki hefur verið í "umræðunni" í langan tíma, en það verður þó að segjast að það var undirbyggt nokkru betur.

En frétt af vef RUV segir þó líklega meira en margt annað að í raun er umfjöllun Kastljóss ekki byggð á samtalinu sjálfu, en frásögn  er alltaf vafa orpin, heldur meira á sögusögnum:

Í umfjöllun Kastljóss kom fram að Sturla Pálsson, starfsmaður Seðlabankans, hefði borið því við í skýrslutökum hjá Sérstökum saksóknara að Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, hefði tjáð sér að hann hefði sagt Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, að lánið væri tapað áður en það var veitt og að ákvörðun um fyrirgreiðsluna hafi verið Geirs.

Orðalag eins og "...hefði tjáð sér að hann hefði sagt..." segir í þessu tilfelli allt sem þarf.

En að mörgu leiti er það meginmál að einhver hefur lekið til Kastljóss yfirheyrslu Sérstaks saksóknara yfir starfsmanni Seðlabankanns.

Það verður að ég tel að teljast nýmæli í kosningabaráttu á Íslandi að lekið sé gögnum af þessu tagi.

Persónulega tel ég enga leið til þess að ætla að tímasetning slíks leka sé tilviljun. Ég er einfaldlega ekki það trúaður á tilviljanir, þó að ég neiti því að þær séu til.

Það er þarf þó varla að efa (eða hvað) að nú upphefjist heljarinnar leit (sem verður lýst í næstum beinni í fjölmiðlum) að þeim sem hefur lekið afriti af umræddri yfirheyrslu.

Nema auðvitað að starfsmenn sérstaks saksóknara telji að brotist hafi verið inn í tölvukerfi embættisins.

En það styrkir þá tilfinningu að ekki hafi verið um tilviljun að ræða, að "kantmennirnir" voru tilbúnir. Það stóð ekki á "ýtarupplýsingum", ættarupplýsingum og jafnvel hvar einstaklingar búa.  Aðrir "fréttamenn" voru reiðubúnir með pistla sína og sagan spann nokkuð vel.

En af því að ég sagði að um nýmæli væri að ræða í kosningabaráttu á Íslandi, má ef til vill rifja upp að nýlega birti RUV frétt um nýmæli í íslenskri kosningabaráttu, það er að segja að upp hefðu skotið kollinum, "nafnlaus" myndbönd.

Í því tilfelli fannst RUV aðalfréttin felast í "sendiboðanum", en ekki því sem hann hafði að segja.

Alla vegna fannst RUV engin frétt í því að haldið væri fram að Samfylkingin væri í húsnæði sem væri í eigu félaga sem lögheimili væri í erlendum skattaskjólum. (Ég er einn af þeim steingervingum sem ekki er á Facebook, en googlaði og fann myndböndin á YouTube og má finna það er varðar Samfylkinguna hér neðst á síðunni).

Skyldi RUV koma með frétt um "lekanýjungina" í íslenskri kosningabaráttu?

Þannig eru þær ýmsar nýjungarnar í íslenskri kosningabaráttu þessa dagana.

En af því að "kantmennirnir" voru svo áhugasamir um búsetu og ættartengsl, má velta því fyrir sér hvers vegna þeir tóku hugleiðingar sínar ekki lengra og víðar?

Þannig veltu þeir því ekkert fyrir sér að fréttamaður Kastljóssins væri fyrrverandi kosningastjóri Samfylkingarinnar, afi hans hefði verið þingmaður og ráðherra fyrir Alþýðubandalagið, og að fyrir fáum árum hefði yfirmaður hans kallað hann "óþverra" (það er að segja af ég man það orðrétt). Sá fyrrverandi yfirmaður mun víst vera í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir þessar kosningar.

En þetta á auðvitað ekki að skipta neinu máli, þannig má líklega kasta "vafa" yfir ættartengsl flestra Íslendinga.

Og að sjálfsögðu bera fréttamenn ekki kala til nokkurs manns, hvað þá stjórnmálaflokks, það jaðrar auðvitað við "geðveiki" að halda slíku fram.

Að sjálfsögðu er þessi "uppljóstrun" hrein tilviljun, rétt eins og koma Evu Jolie og "drottningarviðtal" við hana í Kastljósi stuttu áður.

 

 

 


Bloggfærslur 21. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband