Eðlilegt að framkvæmdavaldið fylgi eftir vilja kjósenda

Það er eðlilegt að meirihluti Breta (samkvæmt skoðanakönnun) vilji að ríkisstjórn landsins framfylgi þeim vilja sem fram kom í þjóðaratkvæðagreiðslunni um "Brexit".

Þeim er engin ástæða til þess að blanda þinginu í þá ákvörðun. Þó má líklega deila um slíkt eins og flest annað, enda fá ef nokkur fordæmi að fylgja, eða í raun leiðbeiningar.

Þó er vissulega vafi á hvort að ekki sé nauðsynlegt að þingið greiði atkvæði um málið, því þjóðaratkvæðið telst ekki lagalega bindandi.

Það er vel hugsanlegt að það komi til kasta dómstóla til á skera úr um það.

Það er hins vegar eðlilegt að þingið fjalli um málið, enda um að ræða stærsta pólítíska mál breskra stjórnmála síðustu fjóra áratugi eða svo.

En auðvitað væri lýðræðinu gefið langt nef, ef þingið færi að greiða atkvæði og snúa við ákvörðun almennings.

Slíkt myndi næstum án efa þýða þingrof og kosningar, sem líklega enginn flokkur kærir sig um, ekki einu sinni Íhaldsflokkurinn sem þó er í stöðu til að vinna stórsigur.

 


mbl.is Vilja að May taki ákvörðunina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband