Evrópusambandið, öryggið og friðurinn

Oft má heyra þá fullyrðingu að Evrópusambandið hafi tryggt friðinn frá lokum síðari heimstyrjaldar og það eitt sé mikið afrek og dugi um leið sem réttlæting fyrir tilvist þess.

Ekki mynd ég vilja segja að "Sambandið" hafi ekkert lagt til þess að halda friðinn, enda eru aukin samskipti þjóða alla jafna hvetjandi til þess að friður sé haldinn, þó að slíkt sé ekki einhlýtt.

En flestir myndu þó líklega vilja meina að sterkari kraftar en "Sambandið" hafi verið að verki við að halda frið í Evrópu, sem hefur þó alls ekki notið samfellds friðar á þeim tíma sem "Sambandið" hefur verið starfandi.

Sterkari kraftur hefur verið NATO, og svo má heldur ekki gleyma "Sovétríkunum", sem með ákveðnum hætti, þó neikvæðum væri, lagði sitt af mörkum til samstarfs þjóða vestur Evrópu og þannig friðar.

En friður verður sjaldnast langvinnur án öryggis.

Og það er nákvæmlega þannig sem NATO hefur lagt mest af mörkum til að viðhalda friði í Evrópu, með því að auka öryggi aðildarþjóða sinna.

Það er einmitt þess vegna sem að Evrópusambandsþjóðir eins og Svíþjóð og Finnland, leita nánara samstarfs við NATO þjóðir (og sérstaklega Bandaríkin) og velta jafnvel fyrir sér aðild.

Það er vegna þess að NATO veitir aukið öryggi (þó ekki alls herjar) og stuðlar þannig að möguleikum á friði.

Það er sömuleiðis þess vegna sem þjóðir A-Evrópu sem voru ýmist undir járnhæl Sovétríkjanna (Rússa) eða voru innlimaðar í "sæluríki sósíalismans", létu sér ekki nægja að ganga í Evrópusambandið, heldur sóttu inngöngu í NATO afar fast.

Þau skilja betur en margur annar hvað tryggði öryggi og friðinn.

 

 


Hvers á Barroso að gjalda?

Það er merkilegt hve margir telja að lög og reglur gildi ekki í "Sambandinu". Ekki séu heldur nauðsynlegt að efna gerða samninga.

Ég hef nú aldrei getað talist aðdáandi stjórnmálamannsins Barroso, en hér hefur hann þó allan rétt sín megin.

Hann er ekki að gera neitt sem brýtur í bága við skilmála þá sem fylgdu ráðningu hans, eða neinum þeim skilmálum sem fylgdu því að hann lét af störfum.

Það er enda varla hægt að ætlast til þess að "aldraður" maóisti lifi af eftirlaununum einum saman?

En vissulega kann það að vera talinn alvarlegur siðferðisbrestur af vinstrimönnum að ganga "í björg" Goldman Sachs.  Líklega mun alvarlegri brestur en þegar sósíalistarnir gerast "veggspjaldadrengir" Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.

En það má svo aftur kalla það dónaskap að neita að taka við undirskriftasöfnun, því þó að krafan eigi sér enga lagastoð, er það vissulega lýðræðislegur réttur þegnanna að koma skoðunum sínum á framfæri, jafnvel við jafn "háa herra" og Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Og þó að engin rök hnígi að því að svifta Barroso eftirlaunum sínum, er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að gera neitt til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. En það kann einmitt að vera núverandi Framkvæmdastjórnarmönnum lítt að skapi.

En það má líka benda þeim sem að undirskriftasöfnuninni stóðu, að ekki er síður mikilvægt og ef til vill mikilvægara að berjast á móti því að t.d. þingmenn á Evrópusambandsþinginu séu út um allar trissur að sinna öðrum störfum, t.d. stjórnarsetum.

En þeir sem best gera hafa fast að einni og hálfri milljón á mánuði(ISK) í aukatekjur, svona meðfram þingstörfunum.

Það þætti einhversstaðar sjálfsagt ekki góð latína, en eins og sagt er, hvað munar um einn kepp í sláturtíðinni?

 


mbl.is Vilja svipta Barroso eftirlaununum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband