Færsluflokkur: Aulahúmor

Hefur Framsóknarflokkurinn eitthvað með Miss Universe að gera?

Það er ekki hægt að verjast þeirri hugsun að Framsóknarflokkurinn hafi nú tekið yfir Miss Universe.

Skipulagningin er svo ótrúlega lík landsfundi flokksins fyrir nokkrum árum, að það er erfitt að trúa því að um tilviljun sé að ræða.

En hvort að það þýði að Miss Universe sé ung framsóknarkona þori ég ekki að fullyrða, en það bendir ýmislegt til þess.

 


mbl.is Hvílík mistök!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mock a(nd) German

Stundum er raunveruleikinn ótrúlegri en flestur skáldskapur. Þannig má segja að "stóra Volkswagen díselshneykslið" sé eins og klippt út úr frekar slæmri B-mynd um illa innrætta kapítalista sem einskis svífast í leit sinni að hagnaði og skiptir engu þó að þúsundir einstaklinga láti lífið vegna loftmengunar.

En ef að góðu gæjarnir sem berðust gegn "þýsku illmennunum" hétu Mock og German, þætti líklega mörgum það frekar "korny".

En slíkt mun þau vera raunveruleikinn, það er engin kvikmynd, en þeir sem komust á snoðir um svindl þýska bílarisans, heita Peter Mock og John German.

Tilgangur þeirra var reyndar ekki að fletta ofan af einum eða neinum, heldur að sýna farm á hvað díselbílar væru góðir fyrir umhverfið.

Niðurstaðan varð önnur og er sú saga enn að skrifast.

 

 

 

 


Tvíræðar túrismaauglýsingar

Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hafa stundum legið undir ámæli fyrir nota tvíræð skilaboð í  auglýsingum sínum. Ýjað sé að kynlífi og lauslæti.

Líklega fer því best á að vera ekkert að tala mikið um "Bárðarbunga" og eldgosið þar í grend, á Ítalska markaðnum.

 


Um "skuld" ríkisins við kirkjuna

All nokkuð hefur verið fjallað um meinta skuld ríkisins við kirkjuna, vegna illskiljanlegra laga um sóknargjöld og túlkanir á þeim.

Oft hefur mátt lesa í fréttum að upphæðin sé um 660 milljónir.

Sumir vilja þó halda því fram, að "umminu " slepptu, sé upphæðin 666 milljónir.

Það er gott að hlægja í morgunsárið.

 

 


Íslendingar þurfa að spara

Það er tekist á um söluform á tveimur tegundum vökva á Íslandi þessa dagana.  Áfengi og mjólk.  Framleiðslu og sölufyrirkomulagið á þessum tveimur "guðaveigum" er eigi að síður verulega ólíkt. 

Fjöldi af sjálfstæðra framleiðanda framleiðir áfenga drykki á Íslandi, en eingöngu einn aðili má selja þá (það er að segja í smásölu, í óopnuðum umbúðum).  Ein verslunarkeðja, ríkisrekin sér um smásöluna.

Hvað mjólkina varðar, eru sömuleiðis margir smáir framleiðendur, en úrvinnsla og dreifing er því sem næst á einni hendi, sem er undanþegin samkeppnislögum.  En fjöldinn allur af útsölustöðum sér um smásöluna.

Þeir eru margir sem fullyrða það við Íslendinga að hafa fyrirkomulagið með þessum hætti spari þeim milljarða í hvoru tilfellinu um sig.

Ef marka má það sem haldið er fram, er samkeppni aðeins til trafala á Íslandi og kostar stórfé.

Það má merkilegt vera ef Íslendingar eru ekki áfram um að yfirfæra þessa miklu markaðsspeki yfir á aðrar vörutegundir, landi og þjóð til heilla og sparnaðar.

Það er til dæmis líklega hægt að reikna það út að allar fréttir komast fyrir í einu dagblaði, þar mætti líklega spara dágóðar fúlgur, svo ekki sé minnst á öll tréin.

Sama gildir auðvitað um aðra fjölmiðla, s.s. útvarps og sjónvarpsstöðvar og vefsíður. 

Auglýsingastofum mætti renna saman í eina, enda einsýnt að stórfé myndi sparast og þróun og hugmyndaauðgi yrði best tryggð með þeim hætti.

Kostnaður við áfengisframleiðslu hefur líklega kostað þjóðarbúið stórar upphæðir síðan einkaleyfi ÁTVR til framleiðslu og dreifingar var afnumið.  Það er líka ótækt að dreifa einhverjum smáfyrirtækjum um allt land, þegar eitt stórt fyrirtæki gæti annast alla framleiðsluna. Gæti hentað vel í Húnavatnssýslurnar.

Og þessi símafyrirtæki.  Tómt bruðl að hafa fleiri en eitt fyrirtæki á littlum markaði eins og Íslandi.  Búið að kosta stórfé og hefur líklega leitt til stöðnunar.  Fjarskiptakerfið væri mikið betra ef aðeins væri eitt fyrirtæki og verð til neytenda ábyggilega 20 til 30% lægra.

Og fjöldinn allur af flugfélögum að fljúga til Íslands.  Hrein sóun og gerir mun erfiðara að stýra ferðamannastraumnum.  Auðvitað væri hægt að skipuleggja ferðamannastrauminn mun betur ef aðeins eitt flugfélag fengi að fljúga til og frá Íslandi.  Og upphæðirnar sem neytendur myndu spara yrðu líklega ekki lágar.

Síðast en ekki síst mætti auðvitað endurskoða hið pólítíska kerfi.  Fjöldi flokka með skrifstofur út um allar trissur og hugmyndavinnu (fer hún annars ekki örugglega fram ennþá?) á mörgum stöðum, er auðvitað hrein sóun.  Einn stór flokkur gæti hæglega annað öllu því sem núverandi stjórnmálaflokkar koma í verk og átt hellings pening afgangs. Ekki veitir af eins og tapreksturinn var á þeim á síðasta ári.

Það myndi líka spara stórfé því kosningar væru óþarfar.

Flokkurinn myndi einfaldlega raða á Alþingi.  Þannig myndi hæfileg endurnýjun (í bland við reynslu) best verða tryggð og framganga nýrra hugmynda eiga greiðasta leið.


mbl.is Hagræðing skilaði 20% raunlækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar Stjáni blái er ráðherra heildbrigðismála......

Auðvitað er spínat meinhollt, en Íslendingar hafa þó ekki verið sérstaklega ginkeyptir fyrir því í gegnum árin.

En þegar Stjáni blái er heilbrigðistráðherra hlýtur neysla spínats að aukast.

Það segir sig sjálft.

Annar Stjáni blái og mikill spínatmaður, gengur einnig undir nafninu Popeye.


mbl.is Íslendingar óðir í spínat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rím sögunnar

(Þessi verður að vera á Ensku).

Mark Twain is quoted as saying,  "History does not repeat itself, but it does rhyme."

Is there any better proof for that than Russia.  There used to be a very powerful man there called Rasputin.

And now the main man there is that ass Putin.

Do I have to say more?

 


Að mennta hershöfðingja

Þó að framhjáhald sé í sjálfu sér ekkert gamanmál, þá get ég ekki hlegið að einstökum atriðum í þessu máli.

Að Petreus og Broadwell (sem hann hélt við) hafi fyrir stuttu gefið út bókina:  All In:  The Education of General David Petraeus, er í mínum huga brandari sem ekki er hægt að búa til.  Slíkir gæðabrandarar verða aðeins til í raunveruleikanum.


mbl.is Hótunarbréf komu FBI á sporið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tonnatak - höndlist með varúð

Þessi var að detta inn í pósthólfið mitt.   Þarfnast ekki frekari útskýringa.

Superglue be carefule with it


Nokkrar góðar hugmyndir að skoðanakönnunum

Það er kunnara en frá þurfi að segja að hvernig spurningar eru orðaðar getur skipt meginmáli um niðurstöður skoðanakannana.

Hér neðst á síðunni hlusta á viðtal við Rúnar Vilhjálmsson prófessor í félagsfræði um uppbyggingu spurninga í skoðanakönnunum.  Viðtalið er úr Síðdegisútvarpinu á Rás 2.

Ég dundaði mér svo við það í nokkrar mínútur að búa til spurningar fyrir skoðanahannanir.  Hverjum sem er er heimilt að nota þessar spurningar mér að meinalausu og án þóknunar.  Mér þætti þó vænt um að fá sendar niðurstöðurnar ef spurningarnar eru notaðar.

Spurning:  Hvort myndir þú heldur kjósa:   A)  Slíta viðræðum við Evrópusambandið og nota fjármunina sem annars færu í viðræður til að hjálpa bágstöddum Íslendingum? B)  Halda áfram viðræðum við Evrópusambandið?

Spurning:  Hvort myndir þú heldur kjósa:  A) Að Jón Bjarnason sé ráðherra?   B) Að Jón Bjarnason verði látin víkja sem ráðherra að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu?

Spurning:  Hvort myndir þú heldur kjósa:  A)  Slíta viðræðum við Evrópusambandið?   B)  Halda áfram viðræðum við Evrópu sambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn, en hún væri ekki bindandi fyrir  Alþingi sem myndi í raun ákveða hvort af inngöngu yrði eða ekki?

Spurning:  Hvort myndir þú heldur kjósa:  A)  Að Ísland standi utan Evrópusambandsins?   B) Að Ísland gangi í Evrópusambandið og Össur Skarphéðinsson fái vel launað starf á vegum "Sambandsins" í Brussel?

Spurning:  Hvort myndir þú heldur kjósa:  A) Að Jóhanna Sigurðardóttir haldi áfram sem forsætisráðherra?  B)  Að Jóhanna Siguðardóttir láti af störfum sem forsætisráðherra eftir að kosningar væru haldnar?

Spurning:  Hvort myndir þú kjósa:  A) Að fá Fréttablaðið borið heim til þín?  B) Að hætta að fá Fréttablaðið heim til þín og draga þannig úr óþarfa pappírsnotkun?

Spurning:  Hvort myndir þú kjósa:  A) Að Steingrímur J. Sigfússon hætti sem fjármálaráðherra?  B) Að Steigrímur J. Sigfússon sé áfram fjármálaráðaherra og hækki skatta?

Spurning:  Hvort myndir þú kjósa:  A) Að Jóhanna Sigurðardóttir hætti sem forsætisráðherra?  B) Að Jóhanna Sigurðardóttir sé áfram forsætisráðherra og Íslendingar haldi áfram að flytja búferlum til Noregs?

Spurning:  Hvort myndir þú kjósa:  A) Að Ísland standi utan við Evrópusambandið?  B) Að Ísland gangi í Evrópusambandið og Evrópusambandið ákveði einhliða hlutdeild Íslendinga í makrílkvótanum?

Þetta er aðeins nokkur dæmi um stór álitamál samtímans.  Ekki þarf að draga í efa að niðurstöðurnar yrðu fróðlegar og kannanir sem þessar skemmtilegar og gætu vakið mikla athygli og aukið fjölmiðlalestur og áhorf, ekki síst ef frjálslega yrði unnið úr niðurstöðunum.

En fyrst og fremst er þetta sett fram til skemmtunar - góða helgi


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband