Færsluflokkur: Samgöngur

Hringtorg sem rokkar

Það hefur eitthvað vafist fyrir Íslendingum hvað sé hringtorg og hvað ekki, en Svisslendingar kunna að láta hringtorgin rokka.

Hér á myndbandinu má sjá stórskemmtilegt hringtorg sem er nálægt skemmtistaðnum/menningarmiðstöðinni KUFA, sem er staðsettur nálægt Bern eftir því sem ég kemst næst.

Sannarlega skemmtileg tilbreytni og ástæða til að taka sér til fyrirmyndar.

Það færi t.d. vel á að skella "hljómplötu" með Ragga Bjarna á Hagatorg, hvort sem það er nú hringtorg eður ei.

 

 

 


Meira en helmingur nýskráðra bíla í Noregi í mars eru rafmagnsknúnir

Þegar ég var að þvælast um netið, rakst ég á þessa athygliverðu frétt. 

Meira en helmingur af þeim bílum sem seldust í Noregi í mars voru rafmagnsbílar.  Mest munaði þar um gríðarlega sölu á Tesla model 3, en 5315 eintök voru seld í Noregi í mars.

29% af nýjum bílum í mánuðinum voru Tesla model 3, ótrúleg sala.  Rúmlega 58% af nýjum bílum voru rafmagnsbílar.

Noregur, þessi mikla olíuþjóð,  hefur tekið forystu sem rafmagnsbílaland. Á síðasta ári voru rúmlega 30% af nýjum bílum í Noregi rafmagnsbílar.

Óneitanlega vel af sér vikið.

 

 


Neyslustýringar hins opinbera geta skapað stórhættu

Dísilbílar eiga ekki góða daga nú um stundir. Kröfur um að þeir verði bannaðir, eða í það minnsta reynt að draga úr fjölda þeirra heyrast úr mörgum áttum. Það eru ekki síst stjórnmálamenn í ýmsum löndum sem beita sér í málinu, en segja má að það sé ekki síst vegna stjórnmálamanna (ekki þeirra sömu þó) sem vandamálið er jafn stórt og raun ber vitni.

Undanfarnna 3. áratugi eða svo hafa margir evrópskir stjórnmálamenn gert sitt ítrasta til að fjölga dísilbílum. Skattaafslættir og ýmis forréttindi hafa verið notaðir til að ýta undir kaup almennngs á dísilbílum.

Afleiðingar þeirrar stefnu blasa nú við. Sívaxandi loftmengun víða um lönd og stjórnmálamenn sem krefjast "útrýmingar" á dísilbílum.

En þó að öll þessi dísilást hafi verið sýnd í þágu "græna hagkerfisins" og umhyggju fyrir umhverfinu, bjó þó í raun ekki síður viðleitni til þess að hyggla evrópskum iðnaði, enda stóð hann nokkuð sterkum fótum í díselnum.

Ég vil vekja athygli á góðri grein á vefsíðunni Vox, eftir Brad Plumer. Fyrirsögnin er: Europe's love affair with diesel cars has been a disaster

Í greininni er m.a. rakin þróun og ástæða þess að dísilbílar urðu svo vinsælir og segir m.a.:

"But starting in the 1980s, French and German automakers began showing more interest in developing diesel cars. The reasons why have always been a little murky, although Cames and Helmers suggest it traces back to the OPEC oil crises of the 1970s. After global crude prices spiked, France decided to swear off using diesel for electricity and built a fleet of nuclear plants. Germany, similarly, switched from oil to natural gas for heating. When the crisis subsided, Europe's refiners were still producing lots of diesel with no buyers. So governments began urging automakers like Peugeot to look into diesel-powered vehicles.

...

At the time, there were lots of different paths Europe's automakers could have taken to green itself. They could've pursued direct injection technology for gasoline vehicles, making those engines more fuel-efficient. They could've ramped up development of hybrid-electric cars, as Toyota was doing in Japan. But European companies like Peugeot and Volkswagen and BMW had already been making big investments in diesel, and they wanted a climate policy that would help those bets to pay off.

Europe's policymakers obliged. The EU agreed to a voluntary CO2 target for vehicles that was largely in line with what diesel technology could meet. As researcher Sarah Keay-Bright later noted, these standards were crafted so as not to force Europe's automakers to develop hybrids, electric vehicles, or other advanced powertrains.

Meanwhile, European nations — including Britain, France, Germany, Italy, Spain, and Austria — had been cutting taxes on diesel car purchases and diesel fuel to promote sales, all in the name of thwarting climate change. Diesel sales soared. Back in 1990, just 10 percent of new car registrations in Europe had run on diesel. By 2011, that had climbed to nearly 60 percent."

Og nú er svo komið segir í greinni að dísilbílar eru orðnir að alvarlegu heilsufarsvandamáli:

"Diesel engines do have one notable pitfall. They may be more fuel-efficient and emit less CO2 than gasoline engines, but they also tend to emit higher levels of other nasty air pollutants, including soot, particulates, and nitrogen oxides (NOx). Heavy exposure to these pollutants can exacerbate heart and lung disease, trigger asthma attacks, and even cause premature death.

This was largely known back in the 1990s. Europe's policymakers simply considered the trade-off acceptable. "At the time, the prevailing belief was that climate change was the really hard problem and should be the priority, whereas we'd had experience improving air quality, so everyone assumed we could easily fix that issue later," explains Martin Williams, an air pollution researcher at King's College London who previously worked for Britain's environmental agency.

That assumption turned out to be wrong. When European regulators later moved to clamp down on NOx and other conventional air pollution from diesel vehicles, they failed badly."

Og niðurstaðan í greininni er einnig að allt "dísilfárið" hafi ekkert gert til að draga úr "gróðurhúsaáhrifum".:

"If Europe's diesel surge over the last 20 years had helped mitigate climate change, then maybe (just maybe) you could argue that all this extra air pollution was worth it. Except here's a depressing plot twist: The climate benefits appear to have been negligible, at least so far.

In their 2013 paper, Cames and Helmers argued that Europe may well be worse off today, from a global warming perspective, than it would have been if automakers had just focused on improving gasoline-powered cars all along. And it's arguably much worse off than it would have been if automakers had started investing in hybrid-electric technology back in the 1990s.

The authors start with the chart below, showing that Europe's diesel cars may have once had a sizable CO2 advantage over traditional gasoline vehicles. But today that gap has narrowed considerably, as various technological advances have made modern gasoline engines nearly as efficient as diesel cars:"

Það er því ef til vill ekki að ástæðulausu að greinarhöfundur varar við opinberri neyslustýringu í þessum efnum og hvetur frekar til þess að hið opinbera setji markmið, sem markaðsöfl keppi um að leysa:

"So one approach here might be to pursue technology-neutral policies focused on preferred outcomes — say, tightly enforced standards that require lower emissions — rather than favoring specific industries and technologies just because they happen to seem promising at that moment in time.

This conundrum is likely to come up again and again. For years, governments have been laying down big bets on emerging clean energy technologies. France did it with nuclear power in the 1970s and '80s. Germany did it with wind and solar power in the 2000s, through feed-in tariffs. The United States has done it with corn ethanol in the past decade.

Done right, this sort of government support can be valuable, helping useful new energy options break into the mainstream against entrenched competition. But there's also a huge risk that governments will end up gambling on badly flawed technologies that then become the entrenched competition — and prove impossible to get rid of. The US arguably made that mistake with ethanol, which has had unintended ripple effects on the food supply and deforestation that are proving politically difficult to untangle. The drive for diesel looks like it belongs in that category, too. It's not a story we'd like to keep repeating."

En ég hvet alla til að lesa greinina í heild sinni.

 

 

 


mbl.is Vilja banna dísilbíla í London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýndarveruleiki Samfylkingarinnar?

Þegar ég las þessa frétt fékk ég það á tilfinninguna að fulltrúar Samfylkingarinnar hljóti að lifa í einhverjum sýndarveruleika.

Það er að segja að veruleikinn liggi þeim ekki alveg ljós. Þessi tillöguflutningur finnst mér bera þess nokkur merki.

Auðvitað er skipulagsvald merkilegt vald.

En það ber að hafa í huga að Ísland er ekki stórt land, hvorki að íbúafjölda né flatarmáli, þó að vissulega sé flatarmálið á íbúa all nokkurt.

En íbúarnir eru þó ekki fleiri en svo og landið ekki stærra en að eðlilegt geti talist að líta á hvoru tveggja sem eina heild.

Þannig er það nú algengt að íbúar eins landsvæðis telji sig hafa sitthvað að segja um ráðstöfun landgæða í öðrum landsfjórðungum, og getur varla talist óeðlilegt.

Ekki man ég eftir að það þætti óeðlilegt að Reykvíkingar ættu rödd (eða raddir) um nýtingu Eyjabakka eða Kárahnjúka, og voru ekki Reykvíkingar á meðal þeirra sem mótmæltu vegalagninug í Garðabæ?

Getur það því talist óeðlilegt að fleiri en Reykvíkingar vilji hafa skoðun, og krefjist þess að á þá sé hlustað, þegar talað er um einn af meginflugvöllum landsins, flugvöllinn sem tengir landbyggðina við höfuðborgina?

Eða er það aðeins skipulagsmál höfuðborgarbúa?

Eru virkjanir, vegalagnir, flugvellir o.s.frv. aðeins skipulagsmál viðkomandi sveitarfélags, eða snerta slík málefni íbúa landsins alls?

Auðvitað sjá allir (nema einhverjir Samfylkingarmenn) hvað fáránlegt það væri að kljúfa Reykjavík frá Íslandi, og hve litla möguleika Reykjavíkurborg ætti á því að standa ein, en samt finnast pólítískir fulltrúar stjórnmálaflokks, sem þykir þörf á því að kanna slíkan vilja.

Ég spyr, í hvaða sýndarveruleika lifa slíkir pólítíkusar?

 

P.S. Ég bloggaði um tengt efni fyrir all nokkru, þann pistil má finna hér.

 

 

 

 

 


mbl.is Viltu að Reykjavík verði borgríki?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarft frumvarp

Ég get ekki betur séð en að þetta sé ákaflega þarft og skynsamlegt frumvarp. Engin ástæða er til að flýta sér um of í þessum efnum.

Stóraukinn kostnaður fellur á Íslendinga vegna þessara laga. Það er ljóst að ekki er þörf á að skilyrðinu um endurnýjanlega orkugjafa þarf ekki að fullnægja fyrr en árið 2020.

Þangað til er ekki nauðsynlegt að lögin taki gildi.

Ísland stendur mun betur að vígi hvað varðar notkun endurnýjanlegrar orku heldur en flest ef ekki öll lönd.

Það þýðir auðvitað ekki að Íslendingar eigi að sitja með hendur í skauti, og telja nóg að gert.

En mun æskilegra væri að nota þessi 5 ár sem eru þangað til markmiðunu þarf að vera náð (að endurnýjanleg orka verði 10% af notkun í samgöngum) til að legga áherslu á aukna notkun rafmagns í samgöngum.


mbl.is Sparaði þjóðarbúinu milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landspítalann burt af miðbæjarsvæðinu?

Þó að ef til vill kunni dagsetningin á fréttinni eitthvað að rýra gildi hennar, þá er hugmyndin að hluta til góð, og vert að velta henni fyrir sér víðar en á munnþurku (á ekki öll umræða á vegum hins opinbera að fara fram góðri Íslensku?).

En þó að ég held að það sé vert að velta því fyrir sér að byggja upp Landspítalann á nýjum stað, er það bollaleggingarnar um Efstaleitið sem fá mig til að velta fyrir mér dagsetningunni.

En væri ekki gott að byggja t.d. nýjan spítala við Vífilsstaði, eins og stundum hefur komið til tals?

Eða jafnvel í Hafnarfirði, þannig fæst betri tenging við flugvöll, ef að Reykjavíkurflugvöllur verður lagður niður.

En ég fagna því að aftur skuli vera komnar upp hugleiðingar um staðarval Landspítala.

Ég held að það sé marg sem mæli með því að byggja frá grunni og byggja mun hærra en leyfilegt er á núverandi staðsetningu.

Ekki myndi það skaða ef hægt væri að selja núverandi lóð á hærra verði en lóðir má fá annars staðar.

Að byggja Landspítala annars staðar gæti sömuleiðis hugsanlega stuðlað að frekari sátt í "flugvallarmálinu".

 

 


mbl.is Nýr Landspítali í Efstaleiti?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Tískustraumarnir" í bílvélum

Það er ekki langt síðan að "allir" opinberir aðilar vildu að almenningur skipti yfir frá bensínbílum yfir í dísil. Lofað var alls kyns fríðindum.

Nú er komið í ljós að dísilbílar eru jafnvel verri mengunarvaldar en bensínknúnir.

Þá verður auðvitað að finna eitthvað nýtt, sem "góða fólkið" getur tekið upp á arma sína. Og rafmagnsbílar eru auðvitað lausnin.

Njóta dísilbílar ekki örugglega ennþá betri kjara á Íslandi? Hver skyldi hafa komið þeim á?

P.S. Þeir sem halda að þetta hafi eitthvað með að gera að Franskir bílaframleiðendur hafi notið einhvers forskots í framleiðslu dísilbíla, eða að þeir hafi nú náð að spjara sig all vel í framleiðslu rafmagnsknúinna sjálfrennireiða, vaða augljóslega villu.

P.S.S, Veit einhver hvað "endurvinnslugjaldið" er á rafhlöðunum í rafmagnsbílunum? Nú eða hvaðan Parísarborg fær alla peningana, ef það skyldi nú vera vinsælt að skipta yfir í rafmagn?

 


mbl.is Gamlir dísilbílar keyptir út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aftur gripið til neyðarbrauðsins

Samkvæmt frétt Vísis.is var neyðarbrautin enn og aftur notuð í dag. Aðstæður voru erfiðar. Ekki hægt að nota hinar flugbrautirnar og tvísýnt um að hægt væri að lenda á Keflavíkurflugvelli.

Í þetta sinn voru 27 fullfrískir einstaklingar um borð í Fokker flugvélinni.

Það var að því að ég best veit enginn sem þurfti að komast á sjúkrahús í flýti.

En hefði þessi stutta flugbraut ekki verið til staðar hefði hugsanlega allir endað aftur á Akureyri.

Það skaðar ekki fullfríska einstaklinga, en ....

 


Neyðarbrauð í notkun

Það er líklega neyðarbrauð fyrir flugmenn að nota NA/SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar.  Þeir virðast almennt frekar kjósa að lenda og taka á loft á öðrum brautum.

En ef marka má fréttina voru 15% af lendingum og flugtökum á Reykjavíkurflugvelli í gær,  á þeirri flugbraut.

Nú ætla ég ekki að dæma um hversu "mikil neyð" ríkti og hve "áríðandi" þessar lendingar og flugtök voru.  En ég dreg ekki í efa að slíkt ástand getur oft skapast.

Á móti má spyrja, hversu "áríðandi" íbúðarblokkir og staðsetning þeirra getur verið?

Ég held því að vert sé að gefa þessari frétt gaum og ef til vill ræða hana frekar.

 

P.S.  Að óskyldu máli og léttvægara:  Skyldi fyrirsögnin "Sex hreyfingar á neyðarbrautinni", hafa komist í gegnum "klámsíu" á internetinu, hefðu Íslendingar komið sér upp slíkri?

 

 

 


mbl.is Sex hreyfingar á neyðarbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaðlaheiðarveggangaviðvörunarbjölluhljómur

Þeir eru margir sem vilja að Vaðlaheiðargöng verði boruð eða sprengd.  Það er líka líklegt að sú verði raunin fyrr eða síðar, því held ég að flestir séu sammála.

En það mælir ansi margt með því að það verði síðar.

Það er vissulega erfitt fyrir leikmann að taka afstöðu til máls sem þessa þegar fram koma margar mismunandi skýrslur, með mörgum mismunandi niðurstöðum og stjórmálamenn tala í allar áttir, en þó aðallega út og suður.

En af því sem ég hef heyrt sýnist mér að líkurnar á því að göngin standi undir afborgunum séu í besta falli hæpnar.

Það sem virkar fyrst og fremst sem aðvörunarbjöllur er sú staðreynd að einkaaðilar virðast hafa afar takmarkaðan áhuga á því að fjármagna gerð gangnanna.  Samt eiga göngin að vera "einkaframkvæmd", sem á að réttlæta að taka þau út úr samgönguáætlun og þar með framyfir aðrar framkvæmdir sem eru taldar brýnari.

Það að ríkið taki lán til að lána einkahlutafélagi sem er að meirihluta í eigu ríkisfyrirtækis, er að mínu mati ekki "einkaframkvæmd".  Orðið sem mér finnst nær að nota er skollaleikur.  Það er síðan ríkisins að taka lán til framkvæmdanna og verður því fjárhagsáhættan þess.

Er ekki rétt að fara eftir samgönguáætlun, eða krefjast þess ella að um raunverulega einkaframkvæmd sé að ræða?

P.S.  Annað orð yfir "einkaframkvæmdir" sem þessa, gæti auðvitað orðið "Möllersæfingar".


mbl.is Var ekki kunnugt um skýrsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband