Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Að endurskrifa bækur

Það olli all nokkru fjaðrafoki þegar fréttist að "endurskrifa" ætti bækur Roald Dahl.  Það er ekki að undra enda bækurnar á meðal vinsælli barnabóka um langa hríð.  Margir hafa á þeim dálæti og áttu erfitt með að hugsa sér að þær yrðu "barnaðar", ef svo má að orði komast, en til stóð að taka út öll "særandi" orð.

Þannig hefði orðinu "feitur" verið skipt út fyrir "heljarmikill" eins og lesa má í viðtengdri frétt. Ýmsar breytingar hefðu verið gerðar til að sleppa "kyngreiningu" o.s.frv.

Persónulega finnst mér þessar breytingar ekki til bóta og myndi vera þeim andsnúinn, en geri mér þó fulla grein fyrir því að handhafi höfundarréttar getur gert þær breytingar sem honum þykja best til þess fallnar að viðhalda og jafnvel auka sölu bóka.

En ég fór hins vegar að velta því fyrir mér hvernig færi með verk sem fallin eru úr höfundarrétti?  Getur þá hver sem er breytt þeim og "endurskrifað" eins og best þykir?  Er eitthvað sem verndar slík verk?

Hvenær er um breytingu og hvenær er um nýtt verk að ræða?  Er til einhver skilgreining á slíku?

En þó að mér skiljist að hætt hafi verið við breytingar á bókun Dahls, hef ég littla trú á því að þetta sé í síðasta sinn sem við heyrum af eða sjáum viðlíka breytingar.

En til lengri tíma litið munu slíkar breytingar líklega littlu ef nokkru skila, en krefjast sífellt fleiri og nýrri breytinga.

Því næsta víst er að ef orðum eins og "feitur" er skipt út fyrir "heljarmikill", mun fljótlega verða til einstaklingar sem móðgast yfir að orð eins og "heljarmikill" sé notað og vilja flokka það sem særandi.

 

 


mbl.is Ritskoða barnabækur sem allir kannast við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki jákvætt að svíkja kosningaloforð, en...

Auðvitað er almennt ætlast til að stjórnmálamenn haldi kosningaloforð sín, þó að vissulega sé þar oft verulegur misbrestur á.

En stundum getur verið nauðsynlegt að svíkja loforð og stjórnmálamenn verða líka að hafa hugrekki til þess.  Þá fer best á að koma heiðarlega fram og viðurkenna svikin og útskýra hvers vegna þau hafi verið nauðsynleg.

Olía og aðrir orkugjafar eru nú það mikilvæg "geopólítisk" vopn, að nauðsynlegt er að auka framboð á þeim með flestum ef ekki öllum tiltækum ráðum.

Auknu framboði mun vonandi fylgja lægra verð sem kemur flestum (en ekki öllum) til góða.

Gott skref hjá Biden, sem sannarlega má við slíkum skrefum þessa dagana.

 

 


mbl.is Svíkur kosningaloforð og heimilar olíuleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Selja ekki Rússneskar vörur

Það er ekki margt sem almennir borgarar geta gert andspænis yfirgangi, innrás og morðum Rússa í Ukraínu.

Líklega er eitt af því fáa sem þeir geta gert er að kaupa ekki Rússneskar vörur og verslanir geta hætt að selja þær.

Þegar er komin af stað all nokkur hreyfing í þessa veru hér og þar um lönd.

Þannig hafa margar af stærstu verslunarkeðjum Eystrasaltslandanna tekið allar rússneskar vörur úr sölu.

Áfengisala Ontarioríkis, LCBO (sem er stærsti einstaki áfengiskaupandi heims) var skipað af fylkisstjórninni í Ontario að fjarlægja alla drykki af Rússneskum uppruna úr hillum verslana sinna.

Það sama hafa áfengisölur Nýfundnalands og Labrador, Manitoba og Nova Scotia gert.

Víðast um heiminn eru líklega ekki margar rússneskar vörur á boðstólum, enda Rússar ekki þekktir fyrir vandaðar neytendavörur, ja, nema vodka og kavíar.

 

 


mbl.is Skriðdreki valtaði yfir bíl á ferð í Kænugarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuldir og verðbólga

Eins og flestir vita og hafa líklega orðið áþreifanlega varir við, hefur verðbólga stóraukist víða um heim, ekki síst í hinum Vestræna hluta hans.

Það ætti í raun ekki að koma á óvart, enda hafa "peningprentvélar" verið stöðugt í gangi og skuldasöfnun margra ríkja vaxið með ótrúlegum hraða.

Hér á neðan má sjá í hvaða ríkjum Evrópu (ég þori nú ekki að fullyrða að þau séu öll tekin með), skudlir stjórnvalda hafa aukist hraðast og hvar minnst.

Infographic: How European Government Debt Grew During the Pandemic | Statista You will find more infographics at Statista

Það er vert að taka eftir hvaða ríki raða sér í neðstu sætin. Þar eru þau ríki sem oft eru kölluð "skattaparadísir" Evrópusambandsins, og eitt til viðbótar, Svíþjóð.

Þau ríki sem hafa góðar tekjur frá risafyrirtækjum (sem mjög mörg hafa gert það gott í faraldrinum) sem takmarkanir hafa lítil áhrif á, vegna þess að starfsemi þeirra eru lítil, en skatttekjurnar skila sér sem aldrei fyrr.

En það á eftir að koma í ljós hvernig eða hvort leysist úr þeirri skuldakreppu sem framundan er.

Það hjálpar vissulega að vextir eru lágir og verðbólga há.  Verðbólgan eykur skatttekjur á meðan virði skuldanna rýrnar.

Spurningin er hvort að það verði eina leiðin sem verður talin fær?

 

P.S. Bæti hér við tengil á nýja frétt Viðskiptablaðsins um skuldastöðu Bandaríkjanna sem er langt frá því að vera glæsileg hefur aukist um 50% á fáum árum.  En verðbólga er þar hærri en hún hefur verið undanfarin næstum 40 ár. En þeir hafa þó sinn eigin gjaldmiðil.


Veldur Euroið verðbólgu? Tveggja stafa verðbólgutölur á Eurosvæðinu

Nú er "heimsins forni fjandi", verðbólgan kominn aftur á kreik.  Það er reyndar ekki langt síðan það mátti heyra sósíalista hér og þar fullyrða að ríkið gæti fjármagnað sig með peningaprentun án þess að nokkur yrði þess var.

En "faraldurinn" færði okkur þau gömlu sannindi að peningaprentun þýðir verðbólga.  Skertar flutningalinur þyðir verðbólga.  Sé peningamagn aukið án þess að framleiðsla eða framboð sé það sömuleiðis þýðir það verðbólga.

En desember hefur líka fært ökkur þá staðreynd að verðbólga á Íslandi í nýliðnum desember var lægri en á Eurosvæðinu (meðaltal) og í Bandaríkjunum.

Líklega hefa einhverjir ekki átt von á því að lifa slíka tíma.

Nu er reyndar svo komið að finna má tveggja stafa verðbólgutölur á Eurosvæðinu, því verðbólgan var 12% í Eistlandi og 10.7% í Litháen í desember.

Á Íslandi var hún (best er að nota samræmdar mælingar og ´því eru notaðr tölur frá "Hagstofu" Evrópusambandsins hér) 3.9%.

Lægst er verðbólgan á Eurosvæðinu hjá Möltu, 2.6%.  Það er sem sé næstum 10 %stiga munur á hæstu og lægstu verðbólgu innan svæðisins.

Það ætti að kveða í kútinn í eitt skipti fyrr öll þá mýtu að verðbólga innan sama mynsvæðis verði áþekk, eða að verðbólg hlyti að minnka á Íslandi ef euro yrði tekið upp (það segir þó ekki að slikt væri ekki mögulegt).

En svo spurningunni í fyrirsögninni sé svarað, er það auðvitað ekki euroið sem veldur þessari verðbólgu, heldur efnahagsaðgerðir og efnahagskringumstæður í mismunandi löndum.  Rétt eins og sambandið er á milli efnahagsmála og krónunnar Íslandi.

En það er mikill misskilningur að gjaldmiðill valdi verðbólgu.

En ef að Íslandi hefði tekið upp euro sem gjaldmiðill er auðvitað engin leið að segja hvort að verðbólga væri 12% eins og í Eistlandi, nú eða 5.7% eins og í Þýskalandi.  Hún gæti jafnvel verið sú aama og hún er nú, 3.9%.

Nú spá margir því að vaxtahækkanir séu í farvatninu hjá Seðlabönkum heims (flestum) en ýmsir þeirra, þar á meðal Seðlabanki Eurosvæðisins og sá Bandaríski eiga erfiðar ákvarðanir fyrir höndum, sérstaklega Seðlabanki Eurosvæðisins, því vaxtahækkanir hans gætu sett ríki innan svæðisins svo gott sem á höfuðið.

Að ýmsu leiti eru Íslendingar því í öfundsverðri stöðu, vaxtahækkunarferli hafið og skuldastaða hins opinbera enn viðráðanleg.

Enn margt getur farið úrskeiðis.

En það er vissulega umhugsunarefni að upptaka euros skuli enn vera þungamiðja efnahagsstefnu tveggja Íslenskra stjórnmálaflokka.

 

 

 


Fyrirsjáanleiki - í raforkuverði. Kaldur vetur framundan víða í Evrópu?

Orðið fyrirsjáanleiki er líklega eitt af tískuorðum undanfarinna missera.  Mikið hefur verið talað um að fyrirsjáanleiki sé nauðsynlegur fyrir fyrirtæki og einnig einstaklinga.

Vissulega er alltaf gott að vita hvað er framundan eða hvað framtíðin ber í skauti sér, en lífið er þó oft á tíðum allt annað er fyrirsjánlegt.

En vissulega leitumst við (flest) að búa í haginn fyrir okkur þannig að við vitum hvers er að vænta.

Það þarf ekki að koma á óvart að erlend fyrirtæki velti fyrir sér að setja á fót starfsemi á Íslandi, þar sem raforkuverð er nokkuð fyrirsjáanlegt.

Þannig er málum ekki háttað víðast um Evrópu þessa dagana, þar sem enginn veit hvaða raforkuverð verður á morgun (bókstaflega), hvað þá lengra inn í framtíðina.

Ný met á raforkuverði líta reglulega dagsins ljós og jafnvel er talin hætta á því að framtíðin feli hreinlega í sér orkuskort.

Lognið sem mörg okkar kunna vel að meta verður til þess að raforkuverð hækkar vegna þess að vindmyllur snúast ekki.

"In Italy, electricity bills have risen by 20 percent in the last quarter and are expected to rise by 40 percent from October, according to Minister for the Ecological Transition Roberto Cingolani."

"In Spain, the government is facing a political crisis caused by record-breaking power prices — which have tripled to €172.78 per megawatt-hour over the last half-year."

Sjá hér.

Rafmagnsverð náði nýlega methæðum í Eistlandi, þar sem rafmagnsverð hækkaði "yfir nótt" um u.þ.b. 100%.

"The price of electricity in the Estonian price area of the Nord Pool power exchange will rise to an average of €160.36 per megawatt-hour on Wednesday. A year ago, electricity cost €94 euros less at the same time.

The price will be the highest on Wednesday in the morning and evening, at 9 a.m. electricity will cost €192.11 per megawatt-hour, at 7 p.m. it will rise to €192.86 per megawatt-hour. 

After midnight, the price will drop again to €90.05."

Í Bretlandi hefur heildsöluverð á gasi hækkað sexfallt síðastliðið ár og reiknað er með að rafmagnreikningar hækki um fast að 40% á næstu 12. mánuðum, jafnvel meir.

Sumir notendur hafa fest raforkuverð til lengri tíma (og borga jafnan hærra verð en aðrir) en margir greiða markaðsverð á hverjum tíma (sem hefur gjarna verið ódýrara til lengri tíma).

En orkufyrirtæki sem hafa mikið selt á föstu verði hafa einmitt lent í vandræðum og sum farið á höfuðið, sbr þessa frétt Bloomberg.

Flestar spár eru á þann veg að veturinn muni verða Evrópubúum erfiður í orkumálum, verð hátt og hugsanlegur orkuskortur.

Lítið má út af bregða og þó að framleiðslugetan sé til staðar eru mörg eldri orkuver þannig úr garði gerð að framleiðsla í þeim borgar sig ekki með hækkuðum CO2sköttum.

Fyrirsjáanleiki í raforkuverðlagningu getur vissulega skapað Íslendingum tækifæri.

En hvort að Íslendingar hafa áhuga á að nýta sér slíkt tækifæri er annað mál og alls óvíst.  

En það kemur m.a. í ljós þegar þeir greiða atkvæði á laugardaginn. 

 

 


mbl.is Íslenska orkan eftirsótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðbólga og gjaldmiðlar - Er hærri verðbólga á Eurosvæðinu en Íslandi?

Það hefur oft mátt heyra að Íslenska krónan sé verðbólguvaldandi.  Því hefur líka oft verið haldið fram að verðbólga landa með sama gjaldmiðil verði svipuð eða jafnvel sú sama.

Hvorugt er rétt.

Smærri gjaldmiðlum er vissulega hættara við gengissveiflum en þeim stærri, ekki síst ef atvinnulífið byggir á fáum stoðum. Það getur valdið verðbólgu eða dregið úr henni, en verðbólga þekkist ekki síður á stærri myntsvæðum og er gjarna misjöfn innan þeirra.

Núna er verðbólga á uppleið í mörgum löndum, enda hefur "peningaprentun", eða "magnbundin íhlutun" eins og þykir fínt að kalla það, verið "mantra dagsins".

Þannig er verðbólga í Bandaríkjunum hærri en á Íslandi, verðbólgan í Kanada er svipuð þeirri Íslensku og í Eurosvæðinu eru bæði lönd með lægri verðbólgu og hærri en Ísland.

(Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að fyrirsögnin er að því marki röng, að meðaltals verðbólga á Eurosvæðinu er lægri en á Íslandi, en þar eru lönd með hærri verðbólgu en Ísland. En hærri verðbólga finnst á Eurosvæðinu.)

Hér miða ég við verðbólgutölur frá "Hagstofu Evrópusambandsins", enda fer best á að nota tölur þar sem sami grundvöllur er notaður.

Þar er verðbólga á Íslandi hvoru tveggja í júlí og ágúst 3.7%.  Í Eistlandi er hún hins vegar 4.9 og 5% í sömu mánuðum.

Euroið virðist ekki halda verðbólgu þar niðri.

Verðbólgan í Grikklandi er hinsvegar aðeins 0,7 og 1,2% í þessum mánuðum, enda ríkti þar verðhjöðnun framan af ári.

Í Belgíu jókst verðbólga skarpt í ágúst og er nú 4.7%, 5% í Litháen, 3.4% í Þýskalandi. Meðaltals verðbólga á Eurosvæðinu er hins vegar 3%, en Írland er eina landið sem sú tala gildir um.

Það hlýtur því að vera ljóst að það er ekki gjaldmiðillinn sem skapar verðbólgu né verður hún sú sama á myntsvæði.

En stýrivextir í öllum löndum á Eurosvæðinu eru þeir sömu, það þýðir ekki að vextir á húsnæðislánum eða öðrum lánum séu eins á milli landa.  Stýrivextir eru langt frá því eina breytan þegar slíkir vextir eru ákveðnir.

Það er vert að hafa þetta í huga þegar hlustað er á Íslenska stjórnmálamenn í kosningahug.

 

 


Verðlag er hátt á Íslandi, en sker sig minna frá "samanburðarlöndum" en oft er talið

Það geta ekki talist nýjar fréttir að verðlag sé hátt á Íslandi.  Það er nokkuð vel kunn staðreynd.

Þó að ekki séu öll ríki Evrópu með í samanburði Eurostat, má reikna með því að þó lönd sem eru utan hans séu ekki við toppinn sem gerir Ísland að 4ja dýrasta landi Evrópu í, miðað við útreikninga Eurostat.

Eurostat 2020 Prices

Aðeins Sviss, Danmörk og Noregur eru dýrari.  Fáum kemur líklega á óvart að sjá Sviss og Noreg á toppnum, en líklega eru einhverjir hissa á því að sjá Danmörk í öðru sæti (á undan Noregi), og þá jafnframt "dýrasta" Evrópusambandslandið.

En það vekur ekki síður athygli hve lítill munur er t.d. á Íslandi og Írlandi og Luxembourg.

Ísland er 37% yfir "Sambandsmeðaltalinu" en Írland og Luxembourg 36%. Þau eru þau tvö lönd sem eru "dýrust" á Eurosvæðinu.

Síðan koma Svíþjóð og Finnland.  Ég tel það koma fáum á óvart að Norðurlöndin ásamt Sviss og Luxembourg raði sér í efstu sætin.  Sjálfum mér kom það örlítið á óvart hvað Írland er ofarlega.

Ísland er í miðju Norðurlandanna, tvö þeirra eru örlítið dýrari, tvö heldur ódýrari.

En auðvitað eru svo einstaka flokkar sem skipast öðruvísi. 

Hvað Ísland varðar eru það líklega 2. flokkar sem skera sig úr.  Annars vegar áfengi og tóbak (en þar er Ísland u.þ.b. 90% yfir meðaltalinu, aðeins Noregur hærri, en Írland skammt undan) og svo aftur orka (en þar er Ísland með 63.4% af meðaltalinu og nokkurn veginn á pari við Noreg).

Eini flokkurinn sem Ísland er dýrasta landið í þessum samanburði er raftæki (consumer electronics), en þar er Ísland 22.9% dýrari en "Sambandsmeðaltalið".

Heilt yfir tel ég að Íslendingar geti þokkalega við unað, þó að án efa sé svigrúm til þess að gera betur.

En smár markaður þar sem flutningskostnaður verður alltaf hár gerir það líklegt að Ísland verði í "hærri sætunum".

En auðvitað er fjöldi breytanna mikill í dæmi sem þessu. En ég get ekki séð að gjaldmiðill hafi afgerandi áhrif á verðlag, eða stuðli að því að það lækki.

En hér má skoða samanburðinn nánar ef áhugi er fyrir hendi.

P.S. Meiningin var að þessi færsla tengdist þessari frétt af mbl.is, en það virðist hafa misfarist.

 


Samræming skattprósentu er að mörgu leiti blekking

Ef til vill er rétt á að byrja á því að fyrirsögn mbl.is á þessari frétt er kolröng.  Samkomulag G7 hópsins snýst ekki um fjármagnstekjuskatt, heldur það sem oftast er kallaður tekjuskattur fyrirtækja, en er í raun hagnaðarskattur þeirra.

Fjármagnstekjuskattur er annað, en þó vissulega skylt fyrirbæri.

En hvaða þýðingu hefur það að setja lágmarkstekjuskattsprósentu á fyrirtæki innan G7?  Í sjálfu sér nákvæmlega enga, enda prósentan mun hærri í þeim öllum en lágmarkið kveður á um.

En auðvitað hefur slík ákvörðun áhrif, ekki síst með þeim hætti að stærri ríki setja þrýsting á smærri ríki að hækka tekjuskattsprósentu fyrirtækja.

Það eru t.d. 3. ríki innan Evrópusambandsins sem mun ekki taka slíkum þrýstingi vel.  Það eru Luxembourg, Holland og Írland.

Það er ekki tilviljun að "slanguryrði" s.s. "double Irish with a Dutch sandwich" er vel þekkt í fjármálaheiminum.

Ef ég hef skilið rétt rann það sitt skeið á síðasta ári en sjálfsagt hafa vel menntaðir skattalögfræðingar og fjármálaverkfræðingar fundið nýrri og betri leiðir.

Þessi vefsíða skýrir t.d. að hluta til hvernig það má vera að tekjuskattsprósenta í Luxumbourg er rétt tæplega 25%, en mörg fyrirtæki komast upp með að borga í kringum 1%.

Það er nefnilega svo að opinber skattprósenta segir ekki alla söguna. 

Í raun minnst af henni.

Skattalöggjöf hvers lands fyrir sig er það sem skiptir ekki minna máli, og svo er það vilji einstakra ríkja til að gera "sérstaka skattasamninga" við stórfyrirtæki hvert um sig.

Engan hef ég heyrt tala um að samræma skattalöggjöfina eða það að bannað verði að einstök fyrirtæki geri "sérsamninga".

En án þess að slíkt sé gert er þetta að mestu leiti "óþarfa hjal" eins og svo mörgum stjórnmálamönnum er tamt.  Þeir vilja jú að þeir líti út fyrir að vera að gera eitthvað en reyndin er önnur.

Þess vegna þarf í sjálfu sér ekki að koma neitt á óvart að slíkt komi frá Biden, sem hefur að ýmsu leiti "sérhæft" sig í slíkum "aðgerðum" á ríflega 50 ára stjórnmálaferli.

En munu þá engin fyrirtæki borga hærri skatt?

Um það er erfitt að segja þó að vissulega eru miklar líkur á því að fyrirtæki borgi hærri skatta á komandi árum.  Það er þó líklegra en ekki að þær skattahækkanir bitni fyrst og fremst á smærri og millistórum fyrirtækjum, sem ekki hafa sömu möguleika til að hafa áhrif á skattalöggjafir og þau stóru. Eru síður með her "lobbýista" í vinnu o.s.frv.

Þeirra sem eru þokkalega stór, en hafa síður "her" skattalögfræðinga, fjármálaverkfræðinga o.s.frv. á launaskránni.

Hvað eru "meðalstór" fyirtæki?

Í Bandaríkunum er oft miðað við að meðalstór fyrirtæki velti á bilinu frá 10 milljónum dollara til 1 milljarðs dollara.

Í Evrópusambandinu er oft talað um þau fyrirtæki sem velta minna en 50 milljónum euroa og hafa frá 50 til 250 starfsmenn.

En mun þetta samkomulag G7 ríkjanna hafa áhrif?  Það er alla vegna ekki hægt að sjá það á hlutabréfaverði risafyrirtækja að fjárfestar óttist að skattbyrði þeirra muni aukast úr hófi og þar með draga úr hagnaði og arðgreiðslum.

Það er líklegra að um verði að ræða dulítinn "kattar og músar" leik, þar sem rétt eins og í "Tomma og Jenna", músin verði ekki auðveld bráð, en starfsöryggi alls kyns "skattasérfræðinga" lítur betur út en nokkru sinni fyrr og er vænlegt fyrir ungt fólk að hefja nám í.

 

 


mbl.is Samkomulag G7 um fjármagnstekjuskatt í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir sem bera saman epli og appelsínur, finna gjarna ranga niðurstöðu

Það er gömul saga og ný að auðugustu menn veraldar eru sakaðir um að greiða lágt hlutfall af tekjum sínum í skatta.

Í ajálfu sér ætla ég ekki að mótmæla því, enda ráða þeir gjarna til sín einhverja af "greindustu" einstaklingum jarðarinnar (og alls ekki tekjulága og líklega ætti frekar að segja hóp af þeim) til að sjá um skattframtölin sín og notfæra sér allar þær "holur" sem stjórnmálamenn hafa í skattkerfi hinna ýmsu landa.

Skattalög Bandaríkjanna eru til dæmis lengri lesning en bíblían eða allar bækurnar um Harry Potter. En í sjálfu sér er ekki nóg að kunna skil á því, heldur koma til alls kyns dómafordæmi og svo framvegis.

"Góður hópur" af skattalögfræðingum þarf því að "kunna skil" á u.þ.b. 70.000 blaðsíðum er sagt.

Hvers vegna?

Ekki ætla ég að fullyrða um að hvað miklu leyti má færa þetta yfir á önnur lönd, en eins og lesa má um í fréttum, er mikið traust sett á þá sem telja fram, eins og t.d. meðlimir hljómsveitarinnar Sigurósar hafa kynnst.

Hitt er svo að eignir og skattgreiðslur eru í sjálfu sér óskyldir hlutir, oft á tíðum, en þó ekki alltaf.

Til dæmis er sagt að Jeff Bezos hafi greitt 1.4 milljarða dollara í tekjuskatt af 6.5 milljarða tekjum á árunum 2006 til 2018.  Það gerir u.þ.b. 21% skatt, en sjálfsagt hefur hann haft einhverja "frádráttarliði".

En "eignir" hans jukust um 127 milljarða dollar á sama tíma. Og það er einmitt út frá þeirri eigna aukningu sem sumir vilja reikna skattgreiðslur hans.

En hvað er "eign"?

"For instance, Amazon CEO Jeff Bezos paid $1.4 billion in personal federal taxes between 2006 to 2018 on $6.5 billion he reported in income, while his wealth increased by $127 billion during that same period. By ProPublica´s calculation, that reflects a true tax rate of 1.1%."

Sjá hér.

En er það rökréttur útreikngur?

Ef einhver keypti einbýishús í Reykjavík á 50 milljónir árið 2006 og það var metið á 120 milljónir árið 2018, á það að vera reiknað með þegar skattgreiðslur eru reiknaðar í prósentum?

Ef listaverk sem keypt var árið 2006 á 60.000, er milljón krónu virði í dag, ætti það að reiknast inn í tekjuskattstofn viðkomandi?

Staðreyndin er sú að einbýlishúsið "nýtist" eigendum sínum ekki "meira", listaverkið hangir ennþá á veggnum og veitir ánægju og hlutabréfin í Amazon geta risið eða fallið og eru eign sem skapar ekki meiri tekjur, nema hugsanlega sem arð, sem er þá skattlagður.

Þannig geta t.d. hlutabréf lækkað verulega í verði frá þeim degi sem skila á skattskýrslu, til þess dags sem standa á skil á skattinum, þó að þau hafi aldrei verið seld.

Að öllu þessu sögðu má að sjálfsögðu alltaf deila um hvað skattprósenta á að vera, hvað flókin skattalöggjöf á að vera, á að útrýma undanþágum o.s.frv.

En að skattleggja óinnleystan "bóluhagnað", því ekkert er í hendi þangað til hlutabréf eða aðrar eignir eru seldar, er óráðsplan.

P.S.  Þó ekkert sé hægt að fullyrða, má telja líklegt að skattgreiðslum þeirra auðugri hafi verið vísvitandi lekið af ríkisstjórn Joe Biden, enda fátt árangursríkara til að afla stuðnings almennings við stórfelldar skattahækkanir.

Sorglega staðreyndin er sú að líklega munu þeir sem eru mun lægri staddir í "stiganum" vera þeir sem borga, enda hafa þeir síður efni á því að ráða "bestu skattalögfræðingana" o.s.frv.

Þeir eru heldur ekki á þeir sem sitja tugþúsunda dollara málsverði til stuðnings stjórnmálamönnum.

Það verða því ekki þeir á toppnum sem borga, heldur þeir sem standa neðar í stiganum.

Raunbreytingin verður lítil, en lélegir stjórnmálamenn geta stært sig af því að hækka skattprósentuna, en flestar eða allar undanþágurnar verða enn til staðar.

P.S.S. Það er eiginlega hálf sorglegt að sjá mbl.is ýta undir fréttaflutning af þessu tagi.

 


mbl.is Greiddu ekki krónu í skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband