Kosningavél Sjálfstæðisflokksins

Ég rakst á þessa skemmtilegu frétt á Vísi.  Þar er sagt frá því að Svavar Benediktsson, afabarn Svavars Gestssonar fyrrverandi alþingismanns hafi skrifað B.A. ritgerð um "kosningamaskínu" Sjálfstæðisflokksins á árunum 1929 til 1971.

Efnið vakti vissulega áhuga minn og ég fór á vef Skemmunnar og fann þar ritgerðina og hlóð henni niður.

Ritgerðina má einnig lesa hér.

Ég ætla ekki að fella neinn fræðilegan dóm yfir ritgerðinni, engin ástæða til þess af minni hálfu að elta ólar við slíkt, en ég naut lestursins og fannt hún lipurlega skrifuð.

Flest hafði ég heyrt minnst á áður og í raun lítið sem kom á óvart, en vissulega voru tímarnir aðrir.

En ég naut lestursins og kann höfundi bestu þakkir fyrir ritgerðarsmíðina.

Hjá sjálfum mér voru fyrstu "beinu" afskipti af Íslenskum stjórnmálum einmitt að sitja í kjördeild og fyljast með hverjir komu og greiddu atkvæði.  Þegar hugsað er til baka er það obbólítið merkileg lífsreynsla að hafa tekið þátt í slíkum "njósnum".

Þá var ég reyndar barn að aldri, en það kom lítið að sök. 

Áður hafði ég reyndar borið út Tímann og komst merkilega óskaddaður frá því.

En þeim fer líklega fækkandi sem muna eftir því að röð af fulltrúum flokkanna hafi setið í kjördeildum, nú eða eftir Tímanum.

Já, Þannig týnist tíminn.  

 


Útöngubanni hafnað í Noregi

Ég get ekki annað en fagnað þesaari niðurstöðu.  Ég get ekki séð rök fyrir því að Norsk stjórnvöld þurfi á heimild til að setja á útgöngubann að halda.

Það er erfitt að sjá fyrir sér þær kringumstæður sem slíkt yrði nauðsynlegt.

Útgöngubann hefur enda í gegnum söguna helst verið notað af hernámsyfirvöldum hér og þar um heiminn.

Líklega er það ekki síst sú saga sem hefur fengið Norðmenn til að tala gegn lagasetningu um útgöngubann.

Reyndar eru útgöngubönn í gildi hreint ótrúlega víða í faraldrinum, en það er önnur saga.

Hitt er svo að ef að stjórnvöld njóta trausts almennings er líklegt að tilmæli um að halda sig heima og fara ekki út muni ná til yfirgnæfandi meirihluta íbúanna, hvort sem er í Noregi eða annars staðar.

En eing og í mörgum öðrum tilfellum er traust, upplýsingar og fræðsla lykilatriði og mun vænlegri leið en bönn og lagasetningar.

 

 

 


mbl.is Útgöngubannið kolfellt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef sala og auglýsingar "fíkniefna" væri lögleg en ekki neysla þeirra.

Ef sala fíkniefnum væri lögleg á Íslandi, en neysla þæirra væri refsiverð mætti líklega lesa svipaða frétt og þá sem hér fer á eftir á Íslenskum miðlum.
 
Á fimmta tug manna hafa nú réttarstöðu sakbornings vegna kaupa á fíkniefnum  á höfuborgarsvæðinu eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglunnar í desember. Fylgst var með auglýsingum 11 fíkniefnaasala í nokkrar vikur. Engin fíkniefnasalanna sagðist vera fórnarlamb mansals í skýrslutöku hjá lögreglu. Sakborningar eiga yfir höfði sér sektir og eða dóm eftir alvarleika brotanna. 
 
Í desember síðastliðnum réðst lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í umfangsmiklar aðgerðir við að kortleggja framboð á fíkniefnum. Leitað var að auglýsingum hjá meintum fíkniefnasölum og unnið út frá þeim.
Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi segir að á fimmta tug manna hafi nú réttarstöðu sakbornings.
„Það voru einhverjir handteknir í þessum aðgerðum, en ég er því miður ekki með tölurnar á því en það voru ekki margir. Yfirheyrslur yfir þessum mönnum sem njóta réttarstöðu sakbornings eru nú á lokametrunum.“
Málunum lyktar með sektum og eða dómi eftir alvarleika brota.
„Þetta voru 11 auglýsingar sem við fylgdum eftir. Við ræddum við nokkra af þeim fíkniefnasölum sem að voru á bak við þær auglýsingar. Engin þeirra taldi sig í viðtölum við lögreglu vera fórnarlamb eins né neins og ekki fórnarlömb mansals og allir neituðu því að einhver þriðji aðili væri að hagnast á þeirra starfsemi. Þeir sögðust allir vera hér af fúsum og frjálsum vilja. Og þær sem við töluðum við þá viðurkenndu allir að vera hér til þess eins að stunda fíkniefnasölu. Þeir voru allir af erlendu bergi brotnir þeir sem við töluðum við.“
Lögreglan fer reglulega í aðerðir sem þessar til að fylgjast með málum.
„Og við munum alveg klárlega halda því áfram efir því sem fram vindur.“

 

Þessi frétt er tekin af vef RUV, en í stað vændisseljenda er sett fíkniefnaseljendur.

Hvernig skyldi ástandið vera á Íslandi ef það væri löglegt að selja fíkniefni en ekki að neyta þeirra?

Hvað ef fíkniefnasalar gætu starfað þar óáreittir, auglýst þjónustu sína án vandkvæða, en lögregla fylgdist með auglýsingum og handtæki þá sem vildu kaups sér efni?

Þetta er svo kölluð "Sænsk leið" sem er í gildi á Íslandi.

Það er löglegt að selja, það er löglegt að auglýsa, en það þeir sem "neyta" eru sakfelldir.

Er það rökrétt?

Er ekki rökréttara að annaðhvort sé starfsemi lögleg, eða allar hliðar hennar séu bannaðar?

Skyldu einhverjir þeirra sem nú eru ákærðir fyrir vændiskaup fá vægari dóm á þeirri forsendu að þeir séu kynlífsfíklar?

Er rökrétt að refsa fíklum?

Eykur framboð eftirspurn?

Er það bara eftirspurnin sem drífur áfram framboðið?

Hefur framboðið aukist eða minnkað eftir að framboðshliðin var gerð lögleg?

En eftirspurnin?

Það má ekki auglýsa áfengi, en það má selja og  neyta þess á Íslandi.

Það má selja og auglýsa vændi á Íslandi, en ekki "neyta" þess?

Það má ekki selja, auglýsa eða neyta "fíkniefna" (nema auðvitað áfengis, kaffis, tóbaks, sykurs o.s.frv., eftir skoðun hvers og eins) á Íslandi.

Vill einhver rökstyðja þetta í athugasemdum?

P.S. Bætt við 20. febrúar. 

Það er varla hægt annað en að velta því fyrir sér, hvort að í miðjum faraldri, lögreglan hafi gengið úr skugga um að vændisseljendur hafi virt sóttkví, grímuskyldu og aðrar sóttvarnarreglur sem giltu í desember.

En líklega er auðveldara að reka vændissölu á Íslandi, en að hafa opinn "pub".

 

 


Miðlar og "sníkjulíf".

Það er mikið rætt um alls kyns miðla og svo aftur málfrelsi þessi misserin.  Það er vel enda báðir hlutirnir mikilvægir í nútíma samfélagi.

Og oftast eiga þessir hlutir samelið, góðir miðlar og málfrelsi.

Nú er býsna merkilegt mál í Ástralíu, en þar hefur Facebook ákveðið að loka fyrir þann möguleika notenda sinna að "deila" fréttum, frekar en að greiða fjölmiðlum fyrir notkunina. 

En ákvæði um slíkar greiðslur er að finna í frumvarpi sem Ástralska ríkisstjórnin beitir sér fyrir.

En megn óánægja er yfir þvía að "deilimöguleikinn" hafi verið aftengdur.

En er ekki eðlilegt að fyrirtækið velji á milli að greiða fyrir "deilingu" eða að loka möguleikanum?

Er í raun ekki aðeins um þessa tvo möguleika að ræða?

Er ekki eins og þegar Twitter lokaði á Trump, aðeins um ákvörðun einkafyrirtækisins að ræða?

Eiga notendur Facebook, sem þeir greiða ekkert fyrir, einhverj heimtingu á því að geta "deilt" fréttum?

En auðvitað er eðlilegt að fjölmiðlum sé ekki sama hvernig efni þeirra er dreift og hver dreifir því og eðlilega finnst þeim erfitt að sjá aðra selja auglýsingar út á þeirra efni.

En "sníkjulífið" er að hluta gagnkvæmt, því þeir eru orðnir ófáir dálksentrimetrarnir sem fjölmiðlar skrifa upp eftir samfélagsmiðlum, t.d. Facebook.

En það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig þessu máli vindur fram og hvernig málin þróast, ekki eingöngu í Ástralíu heldur um heim allan.

En það er reyndar þarft að ræða hvernig meta eigi höfundarrétt fjölmiðla.  Það er ótrúlega algengt finnst mér t.d. á Íslenskum fjölmiðlum að þeir "endursegi" fréttir úr öðrum Íslenskum fjölmiðlum, með ótrúlega littlum breytingum.

Þannig hef ég t.d., sem er ekki áskrifandi að Morgunblaðinu, oft getað lesið nokkuð ítarlega endursögn á frétt eða grein úr Morgunblaðinu í öðrum fjölmiðlum.

Er það rökrétt?

Stundum hef ég lesið fréttir þar sem ég fæ það á tilfinninguna að sé nokkurn veginn "copy/paste" úr öðrum Íslenskum miðlum, sem hafa þó þýtt fréttina úr erlendum miðli.

Allt þetta tengist þetta vaxandi erfiðleikum fjölmiðla að afla sér tekna, t.d. með áskrifum.  Það er erfitt að "selja fréttir" ef aðrir aðilar "endursegja" þær ókeypis.

Stundum draga slíkar "endursagnir" án efa athygli að upphaflegu fréttinni en allt slíkt er erfitt að meta, sama gildir um "deilingar" á samfélagsmiðlum.

 


mbl.is Fréttabann á Facebook í Ástralíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Demókratar glutruðu niður gullnu tækifæri

Þó að ég hafi ekki haft eins mikinn tíma og ég vildi til að fylgjast með réttarhöldum Bandarísku Öldungadeildarinnar yfir Donald Trump, þá var það sem ég sá á margan hátt athyglisvert.

Stærsta ályktunin sem ég dreg af þessum réttarhöldum er að Demókratar glutruðu niður gullnu tækifæri.

Þeir hefðu aldrei átt að efna til réttarhaldanna.

Þeir eru nýbúnir að vinna forsetakosningar, hafa meirihluta í bæði Fulltrúa- og Öldungadeild þegar það er nauðsynlegt.

Þeir hefðu getað staðið keikir og sagt, við vitum að hann er sekur (sem ég er þó ekki sammála), við getum líklega fengið hann dæmdan (sem var aldrei líklegt), en í þágu sátta og sameiningu þjóðarinnar höfum við ákveðið að ákæra ekki.

Þeir hefðu staðið uppi sem "hinir sáttfúsu", þeir sem vilja sameina þjóðina að baki Biden.

En þeir gátu ekki stillt sig.

Og í "leðjuslagnum" fengu þeir líklega á sig jafn mikið ef ekki meira af aurnum en DJ Trump.

Þeir gáfu Trump og lögfræðingum hans risa púlt til að sýna hvernig stjórnmálumræðan hefur verið undanfarin ár.

Hvernig Demókratar véfengdu kosningarnar 2016 og hvernig þeir höguðu sér við talningu atkvæða kjörmanna í janúar 2017.  Hvernig þeir marglýstu því yfir að kosningunum 2016 hefði verið "stolið".

Þess utan að það fór, eins og flestir gerðu ráð fyrir, að sakfelling náðist ekki og Trump gekk í raun saklaus frá réttarhöldunum.

En "skotgrafirnar" eru líklega dýpri en áður, ef til vill var það tilgangur einhverra aðila, um slíkt er erfitt að fullyrða.

En Demókratar töpuðu réttarhöldunum.

Þeir komu til þeirra uppfullir af heift, hefnigirni og hræsni.

Þeir settu DJ Trump enn einu sinni í sviðsljósitð (þar sem hann þrífst hvað best).

Þeir misstu af gullnu tækifæri til að taka "the high road".

Í staðinn stukku þeir í foraðið og voru "baðaðir í þvi".

Ég hugsa að Biden hefði getað óskað sér betra upphafs á forsetatíð sinni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Þangað til fyrir 6. árum

Þangað til fyrir 6. árum hefði sambærileg frétt og þessi getað komið frá Íslandi.

Snemma árs 2015 voru lög um guðlast felld úr gildi á Íslandi.

Ég held að síðast hafi lögin verið "virk" hafi verið árið 1997, þegar Spaugstofan var ásökuð um guðlast.

Þáttur þeirra var rannsakaður, en ef ég man rétt hætti saksóknari við ákæru.

En það var ekki fyrr en 2015 sem lögin voru afnumin.

Fyrir það geta Íslendingar þakkað Pírötum, en flutningsmenn frumvarpsins um afnámið voru Helgi Hrafn, Jón Þór og Birgitta.

 

 


mbl.is Þungarokkari sektaður fyrir guðlast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að þola andstæðar skoðanir

Vilja til að hindra eða "útrýma" andstæðum skoðunum verður vart í vaxandi mæli nú á tímum.

Umburðarlyndi virðist víða fara þverrandi.

Starfsfólk New York Times þoldi t.d. ekki að grein hefði birst í blaðinu sem það var ósammála og þótti ekki samrýmast stefnu blaðsins að það "neyddi" ritstjóra aðsendra greina til að segja upp störfum.

Starfsfólk útgefanda J. K.  Rowling mótmælti harðlega að barnabók hennar yrði gefin út af fyrirtækinu, að því virðist vegna skoðanna sem hún hefði viðrað á samfélagsmiðlum. 

Bókin, The Ickabog, eða efni hennar virðist hafa verið aukatriði.

Kanadíski sálfræðiprófessorinn Jordan Peterson, virðist einnig hafa "strokið rangælis", starfsfólki útgáfyrirtækis síns, að það krafðist að fyrirtækið hætti við að gefa út nýjustu bók hans.

Bókin sem mun heita:  "Beyond Order: 12 More Rules for life", er reyndar ekki komin út, er væntanlega 2. mars.

Sumir segja reyndar að bók Peterson gæti ekki fengið betri auglýsingu, en alla þá sem virðast vera á móti útgáfunni, en það er líklega önnur saga.

Fjölmargir sem starfa "útgáfubransanum" hafa einnig skrifað undir ákall um að bókaútgefendur gefi ekki út endurminningar þeirra sem starfað hafa í ríkisstjórn Donalds Trump.

Að sjálfsögðu er öllum frjálst að hafa sínar skoðanir í málum sem þessum, en mér finnst merkilegt hvað margir virðast þeirra skoðuna að andstæðar skoðanir eigi helst ekki að heyrast.

Nú geri ég mér ekki grein fyrir því hvað mikill markaður er fyrir endurminningabækur þeirra sem störfuðu með Trump á síðasta kjörtímabili. Ég tel heldur ekki líklegt að ég eigi eftir að kaupa þær. 

Heilt yfir er ég ekki mikill aðdáandi sjálfskrifaðra bóka stjórnmálamanna, en af þeim hefur vissulega verið meira en nóg framboð undanfarin ár.

En ég sé ekkert að því að fyrrverandi ráðherra gefi út bækur, ef áhugi er fyrir þeim þá seljast þær.

Rétt eins og ég tel það fjölmiðlum til tekna ef þeir birta breitt svið skoðana.  Slíkum miðlum fer því miður fækkandi.

Frekar er reyndum blaðamönnum sagt upp vegna "skringilegra" atvika sem áttu sér stað fyrir einhverjum árum. Einstaklingar missa vinnu vegna "tísta" o.s.frv.

Merkilegt nokk, virðast oft í fararbroddi einstaklingar og fjölmiðlar sem kenna sig við og stæra sig af "frjálslyndi".

Umburðarlyndið virðist ekki partur af frjálslyndinu og raunar víðs fjarri.

Síðan undrast margir "pólaríseringu" og að heift hlaupi í umræðu.

En einhvern tíma var sagt að mest væri ástæða til að hafa áhyggjur þegar svo gott sem allir væru sammála.

Ef til vill er sitt hvað til í því.

 

 

 

 

 


Vatnsdeigsbollur í fyrsta sinn

Hjá mér hefur það fylgt því að búa erlendis, að þegar löngun í "Íslenskan" mat vaknar þá hef ég þurft að lára að gera eitt og annað sjálfur.

Þannig lærði ég að búa til graflax, ég sýslaði við skyrgerð fyrir mörgum árum, sem betur fer þarf ég þess ekki lengur, enda margar tegundir af skyri í flestum verslunum núorðið.

Ég hef sömuleiðis soðið bæði rauðrófur og -kál fyrir flest jól, soðið baunasúpu og svo að sjálfsögðu bakað bollur.

VatnsdeigsbollurÞað er eiginlega með eindæmum að bakarar víða um heim hafi ekki uppgötvað hvað mikill fengur væri að bolludeginum fyrir þá.

Venjuleg hef ég bakað venjulegar gerbollur og fyllt þær rjóma og húða með súkkulaði.

En nú rakst ég á góða uppskrift á Vísi og tók bollubaksturinn á næsta stig og bjó til vatnsdeigsbollur.

Það tókst svona ljómandi vel, uppskriftin virðist algerlega "ídíótaheld" þó að ef til vill megi deila um hvað vel tókst til með lögunina.

Það gleymist þó þegar rjómi, sulta og súkkulaði er bætt við.

P.S. Svo ég nöldri nú yfir einhverju, þá verð ég eiginlega að benda á að það jaðrar við "upplýsingafölsun" að kalla þetta vatnsdeigsbollur, eiginlega ættu þær að heita smjörbollur.

En það hljómar vissulega heilsumsamlegar að segjast hafa fengið sér 3. vatnsdeigsbollur en að hafa sporðrennt þremur smjörbollum.

 

 

 


Að dæsa yfir Pfizer, bóluefni og siðferði

Í sjálfu sér þarf það ekki að koma neinum á óvart (og allra síst svona eftir á, lol) að Pfizer hafi ekki þótt það fyrirhafnarinnar virði að efna til rannsóknar á Íslandi.

Eftirspurnin eftir bóluefni er næg.  500.000 skammtar eru líklega nokkra miljarða (ISK) virði.

Þess utan, þegar framleiðslugetan er takmörkuð og ríki og ríkjasambönd allt að því hóta bóluefnaframleiðendum og "reida" verksmiðjur þeirra, þá verður að stíga varlega til jarðar.

Ég er einnig sammála því að því er líklega (ég er nú langt frá því sérfræðingur) lítið rannsóknargildi í því að bólusetja þjóð þar sem sárafáir hafa veikst og smit eru fá.  Hvernig leiðir slók rannsókn fram gagnsemi bólusetningar?

Ja, ekki nema að hugsunin hafi verið að flytja inn smitaða einstakinga gagngert til að sjá hvernig bólusetningin virkaði.

Sem félags- eða mannfræðirannsókn hefði það hins vegar líklega verið áhugavert, það er að sjá hvernig hegðun og upplifun heillar þjóðar hefði hugsanlega breyst.

En rannsóknin í Ísrael virðist ganga vel og þar má sjá beinan árangur af bólusetningum ef marka má fréttir.  Þó er merkilegt að lesa að smitum fjölgi samhliða því sem fjöldi bólusettra eykst.

Ef til vill má rekja það til bjartsýns atferlis í kjölfar bólusetningar, en um slíkt er erfitt að fullyrða.

Það sem ég á hins vegar erfiðara með að skilja (þó að ég sé meðvitaður um ýmis þau rök sem fram eru færð), er sá siðferðislegi "vinkill" sem mátt hefur heyra nokkuð víða, í fræðasamfélaginu og einnig í hinu pólítíska.

Þá er spurt hvort að réttlætanlegt sé að Íslendingar "fari fram fyrir í röðinni" og yrðu hugsanlega bólusettir á undan öðrum þjóðum.

Þá er ef til vill rétt að velta fyrir sér hvort að Íslendingar hafi hikað við að "fara fram fyrir í röðinni" hingað til?

Nokkurn veginn á sama tímabili og liði hefur frá því að einhver svakalegasti heimsfaraldur (Spænska vekin) geysaði, hafa Íslendingar stigið fram á við, frá því að vera á meðal fátækari þjóða heims til þess að vera á meðal hinna best settu.

Á þeim tíma hafa Íslendingar "farið fram fyrir í röðinni" og menntað íbúa sína betur en flestar aðrar þjóðir.

Íslendingar hafa fjárfest í heilbrgðiskerfi sínu sem hefur sett þá "framar í röðina" en flestar aðrar þjóðir.

Er það siðferðislega rangt?

Fjárfest hefur verið í menntun og tækjabúnaði sem margar aðrar þjóðir hafa ekki, sem t.d. hefur leitt af sér að ungbarnaadauði hefur snarminnkað og lífslíkur Íslensku þjóðarinnar hafa aukist.

Er að siðferðislega rangt?

Miklum fjármunum hefur verið varið til forvarna og lækninga á hinum ýmsu krabbameinum, sem hefur stórlega aukið líflíkur þeirra sem slík mein hrjá á Íslandi.  En vissulega standa krabbameinssjúklingum í mörgum öðrum löndum ekki til boða sömu úrræði.

Er það siðferðislega rangt?

Flestir Íslendingar eru bólusettir við fjölda sjúkdóma, jafnvel þó að íbúum ýmissa annara landa standi slíkt ekki til boða (og alls ekki án gjalds) sömu bólusetningar.

Er það siðferðislega rangt?

Auðvitað er það vinsælt (og Woke, lol) að tala í sífellu um sjálfan sig sem "forréttindapakk", en staðreyndin er sú að vissulega er gæðum heimsins misskipt.

Íslendingar (eins og margar aðrar þjóðir) hafa notað þann auð sem skapast í landinu til að setja íbúa sína "fram fyrir í röðinni" í mörgum efnum.

Er það siðferðislega rangt?

Að þessu sögðu er að sjálfsögðu eðlilegt að Íslendingar hjálpi fátækari þjóðum með að kaupa bóluefni.

En ég hygg að Íslendingar vilji flestir að Íslenskir hagsmunir séu settir ofar alþjóðlegum, ella væri jú rökrétt að Íslenskum fiskimiðum væri deilt út á milli þjóðanna eftir fólksfjölda eða efnahag.

 

 

 


mbl.is Rannsókn Pfizer í Ísrael lofar góðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrjátíu ár - Litháen - Ísland

Það vermir vissulega hjartaræturnar að sjá kveðjuna sem Litháen sendir Íslendingum af því tilefni að þrjátíu ár eru liðin frá því að Ísland, fyrst ríkja viðurkenndi Litháen sem sjálfstætt ríki, eða öllu heldur endurheimt sjálfstæðis þeirra.

Að hernámi Sovétríkjanna væri lokið.

Það var vissulega stór atburður og markaði spor í heimsöguna. En Litháen hafði lýsti fyrir endurheimt sjálfstæði 11. mánuðum fyrr, eða 11. mars 1990. Fyrst "lýðvelda" Sovétsins sagði það sig frá því og endurheimti sjálfstæði sitt.

En baráttan var ekki án mannfórna og all nokkrir Litháar guldu með lífi sínu er Sovétið reyndi að kæfa sjálfstæðisvitund þeirra niður, en það var í heldur ekkert nýtt.

Næsta (1991) ár lýstu Lettland og Eistland yfir endurheimt sjálfstæðis síns og sögðu skilið við Sovétið.

Enn og aftur var Ísland í fararbroddi og viðurkenndi hin nýfrjálsu lönd og endurmheimt sjálfstæðis  og tók upp stjórnmálasambönd við þau fyrst ríkja.

Enn sem komið er hef ég ekki heimsótt Litháen, en ég hef ferðast víða í Lettlandi sem og Eistlandi, raunar búið í því síðarnefnda í all nokkur ár.

Í báðum þessum löndum hef ég fundð fyrir gríðarlega þakklæti í garð Íslands og Íslendinga.

Íbúum þessara landa fannst stuðningur Íslands ómetanlegur.

Þeir gerðu sér grein fyrir því að Ísland var ekki stórveldi og myndi aldrei ráða úrslitum í baráttu þeirra.

En að einhver hlustaði og stæði með þeim, "stæði upp" og segði að þeir hefðu rétt fyrir sér, það fannst þeim ómetanlegt og fyrir það eru þeir þakklátir.

Það var alls ekki sjálfgefið að Ísland viðurkenndi sjálfstæði Litháen 1991 og margir Íslenskir stjórnmálamann höfðu talið öll tormerki á því árið áður, það sama gilti reyndar um flesta (en ekki alla) stjórnmálamenn á Vesturlöndum.

En síðan þá hefur Ísland staðið með mörgum smáþjóðum og verið í fararbroddi að viðurkenna sjálfstæði þeirra.

En hvar standa Íslendingar í dag?

Myndu Íslendingar viðurkenna sjálfstæði Tíbet?  Viðurkenna að íbúar Taiwan eigi rétt á því að ákveða hvort þeir vilji vera sjálfstæðir eður ei?

Ótal ný ríki hafa litið dagsins ljós á undanförnum áratugum og útlit er fyrir að fleiri muni bætast í hópinn á þeim næstu.

Stuðningur Íslands við sjálfsákvörðunarrétt þeirra á enn erindi.

 

 


Einhver farsælasta söngsveit 7. áratugarins

Það er ekki ofsögum sagt að The Supremes með Diönu Ross hafi verið einhver farsælasta og vinsælasta söngsveit 7.áratugarins.

Ég segi söngsveit, því þær hvorki sömdu lögin sín, eða spiluðu á hljóðfæri.  En það er hægt að hugsa sér verra hlutskipti en að flytja lög Holland - Dosier - Holland, eða njóta upptökustjórnunar þeirra.

En The Supremes mörkuðu að ýmsu leyti spor sín í tónlistarsöguna og voru á meðal fyrstu sveita svartra sem nutu slíkrar hylli hvítra Bandaríkjamanna að ná á topp vinsældarlista Billboard.

Ef ég man rétt var sveitin fyrst til þess að ná 5. smáskífum í röð á topp Billboard listans.5.

The Supremes kom 12. lögum á toppinn í Bandaríkunum, sem enn þann dag í dag kemur þeim á topp 10, í því tilliti.

En það tók The Supremes ekki nema ár að ná því, sem ekki margir hefa leikið eftir.

En hér á myndbandi er líklega það lag The Supremes (eftir Holland - Dosier - Holland), sem líklega er þekktast á Íslandi, en náði aldrei á toppinn í Bandaríkjunum, og varð ekki sérstaklega vinsælt í Evrópu.

My World Is Empty Without You.  Þá skein sól The Supremes skært, sem og Detroit og Motown.

 

 

 

 


mbl.is Fimm vinsælustu lög The Supremes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um margt athyglisverð frétt

Þessi frétt sem þessi færsla er hengd við er að mörgu leyti athyglisverð.  Þar er fjallað um Dúbaí, þar sem ákaflega littlar takmarkanir hafa verið viðhafðar vegna Kórónuveirufaraldursins.

Jafnfram segir að ferðamenn hafi flykkst þangað, sérstaklega í lok síðasta árs.

Síðan kemur fram að smitfjöldi þar sé farin að aukast hratt.

En það er ýmislegt sem kemur ekki fram í fréttinni.

Ef miða er við WorldOMeters, er t.d. fjöldi látinna/milljón ibúa, í United Arab Emirates, þar sem Dúbaí er ju stærsta borgin, nokkuð áþekk og á Íslandi, þó að reyndar sé hún örlítið hærri í UAE.

Sé lítið til þess að í mörgum tilfellum virðast dauðsföll aukast eftir stærð (fólksfjölda) borga er þetta býsna merkilegt, enda Dúbai, með umtalsvert meiri fólksfjölda en Reykjavík eða Ísland.

Ég held að Dúbaí sé  u.þ.b 10 sinnum fjölmennari en Ísland og á mun minna svæði og Sameinuðu Arabísku Furstadæmin, ca. 30 sinnum.

En reyndar hafa næstum tvöfallt fleiri/milljón íbúa í UAE sýkst af kórónuveirunni en á Íslandi.

Þrátt fyrir það eru dauðsföll/milljón íbúa svipuð, þó UAE í óhag. Ef ég hef skilið rétt eru dauðsföll/milljón íbúa u.þ.b. 8% fleiri í UEA en á Íslandi.  Það myndi þýða að á Íslandi hefðu ca. 32, látist, en ekki 29 eins og raunin er.

En það er rétt að hafa í huga að faraldrinum er ekki lokið og engin veit hverjar lokatölurnar verða á Íslandi né Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum.

En það er engin leið að segja hvers vegna þessi mismunur er.  Ef til vill eru fjöldi sólarstunda og umtalsvert lægri meðalaldur í UAE það sem skiptir máli, en það er engin leið að fullyrða um slíkt.

En ef skoðað er hvernig löndin hafa staðið sig við bólusetningu, er svo enn önnur mynd sem kemur upp.

Sameinuðu Arabísku Furstadæmin hafa gefið ríflega "40 sprautur" á hverja 100 íbúa (ekki er tekið fram hvað margir hafa fengið fyrstu og hvað margir aðra sprautu).

Ísland hefur hins vegar gefið tæplega 5 á hverja 100 íbúa (samanlagt 1. og 2. sprautu, 3.5, fyrri og 1.4 aðra).

En ef Sameinuðu Arabísku Furstadæmin ná að halda dampi í bólusetningum er líklega að þau fari býsna vel út úr faraldrinum, án þess að grípa til verulega harðra aðgerða.

En það er of snemmt að fara í tölfræðilegan samanburð á milli einstakra landa.

Það eru ótal breytur sem þarf að taka tillit til og það er ekki víst að við sjáum þær allar nú.

Síðan koma til sögunnar dauðsföll af afleiðingum aðgerða, og líklega verður heildarmyndin ekki ljós fyrr en að all nokkrum árum liðnum, ef nokkurn tíma.

Enda líklegt að um misnunandi skoðanir/útreikninga verði að ræða.


mbl.is Greiða fyrir opnun landsins með smitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með "skömmtunarmiða" frá Framsókn í bjórkaupum?

Þó að ég fagni því að meira að segja í Framsóknarflokknum skuli vera komin hreyfing í frelsisátt á sölu á áfengi, þá get ég ekki finnst mér skrýtið að vilja setja svona gríðarleg takmörk á þann fjölda sem megi kaupa af bjór hjá framleiðendum.

Það er svona eins og að vera með skömmtunarmiða um hvað megi kaupa mikið áfengi.

Er eitthvað hættulegra að kaupa bjór hjá framleiðenda en hjá ÁTVR, eða er fyrst og fremst verið að hugsa um að tryggja hagsmuni ríkisfyrirtækisins ÁTVR?

Þó er t.d. alveg hugsanlegt að ölgerð sé í bæ þar sem engin verslun ÁTVR, er.

Er rétt að takmarka kaup til dæmis Akureyrings sem staddur er a Höfn í Hornafirði, við 6. bjóra?  Hvers vegna ætti hann ekki að geta tekið með sér nokkra kassa ef honum líkar ölið?

Hið opinbera tapar engu, enda verða eftir sem áður allir skattar og álögur hins opinbera innheimtar.

Þó að vissulega sé þörf á stærri skrefum í frjálsræðisátt, er ástæða til að fagna þessu littla skrefi sem dómsmálaráðherra leggur fram, og engin ástæða til þess að setja þau magn takmörk sem Framsóknarfólk vill.

Hitt er svo að það er ástæða til þess að taka upp tillögu Framsóknarfólks um að smásöluheimild nái einnig til þeirra sem framleiða léttvín sem og sterk.

Þannig mætti gera betra frumvarp með því að taka það besta úr báðum.

En ég held að það sé varasamt að taka upp tillögu Framsóknarfólksins um að mismunandi áfengisskattur sé eftir þvi hvað mikið magn framleiðandi framleiðir.

Þó að ég skilji hugsunina að baki, þá er varasamt að skattur sem áfengisskattur sé mismunandi eftir framleiðslu, það eiginlega stríðir gegn tilgangi hans.

Það er að mínu mati skrýtin skattastefna að verðlauna óhagkvæmari framleiðslu.

Það má hins vegar velta því fyrir sér hvenær í söluferlinu áfengisskattur eigi að greiðast.

Það er eftirsjá af tillögu um innlenda netverslun með áfengi úr frumvarpi dónsmálaráðherra.

En ef engin stemmning er fyrir slíku á Alþngi, verður svo að vera.

Það væri þó gaman að sjá slíka breytingartillögu lagða fram, og í framhaldi af því atkvæðagreiðslu til að sjá hug þingheims.

En það er vert að hafa í huga að það verða 32. ár, þann 1. mars næstkomandi frá því að löglegt var að selja bjór á Íslandi.

Það er ekki lengra síðan að afturhaldið og forsjárhyggjan varð að láta undan hvað það varðar.

En það er gott að áfram er málum otað í frjálsræðisátt, jafnvel þó að hægt fari.


mbl.is Ölsala handverksbruggara leyfð en ekki vefverslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sundabrú eða göng

Ekki ætla ég að þykjast vera sérfræðingur til að dæma um hvort brú eða göng séu rétta lausnin til að beina umferð yfir sundin og vestur um land og norður.

Í raun lýst mér vel á umbætur á umferðinni, og þarft að hefjast handa sem fyrst. 

En það er talað um 14 milljarða mun á brú og göngum og vissulega munar um minna.

En hver er munurinn til lengri tíma, t.d. hvað varðar viðhald, snjómokstur og opnunartíma?

Ég hef heyrt talað um að Hvalfjarðargöng þurfi mun minna viðhald en sambærilega langir vegarspottar. 

Hverju munar það á ári hverju?

Hver er áætlaður kostnaður við snjómokstur á hverju ári?

Hvað kostar hver dagur í töpuðum tekjum, ef t.d. þarf að loka hábrú vegna vinds?

Ekki það að ég sé endilega að mæla fyrir því að göng verði gerð, en það væri vissulega fróðlegt að sjá samanburðinn og fá vissu fyrir því að allra handa kostnaður hafi verið tekinn inn í útreikninga.

 

 

 

 


mbl.is Sundabrú hagkvæmari en jarðgöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gríðarlega jákvæðar fréttir

Ég fagna því að stefnt sé að skráningu Síldarvinnslunnar á markað, og ánægjan er enn meiri yfir því að núverandi hluthafar hyggist selja sína hluti, frekar en að "þynna" hlutaféið út.

Enn hefur ekki verið gefið út hvernig staðið verður sölu hlutafjár, þegar skráningin tekur gildi, en ég vona að þar verði að eihverju marki tekið tillit til smærri fjárfesta, líkt og var t.d. gert í hlutafjárútboði Icelandair.

Ég er þeirra skoðunar að fjölgun eigenda í Íslenskum sjávarútvegi geti orðið til mun víðtækari sátt um Íslenskan sjávarútveg.

Lagasetning um lækkun hámarks aflahlutdeildar óskráðra (á markaði) fyrirtækja, með hæfilegum aðlögunartíma, er eitthvað sem ég held að megi einnig huga að. 

Jafnframt má hugsa sér lagasetningu um hámarkseignarhlutdeild í sjávarútvegsfyrirtækjum.

Þannig er hægt að hugsa sér að megi byggja upp framtíðar sátt um sjávarútveg á Íslandi.

En slíkt gerist ekki í einni svipan, eða á fáum mánuðum, en umræða væri af hinu góða.

 

 


mbl.is Hluthafar selja við skráningu Síldarvinnslunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villandi fyrirsögn hjá mbl.is og guardian.co.uk

Fyrirsögnin á þessari frétt mbl.is er í raun frekar villandi.  Þó er í raun ekki við mbl.is að sakast, nema að því leyti að miðillinn treystir fyrirsögn Guardian um of.

VAC distrust FranceEins og segir í frétt guardian.co.uk, þá er vantraustið í garð bólusetningu mikið hærra Frakklandi, en t.d. Bandaríkjunum og Þýskalandi, þar sem þar er u.þ.b. 25%.

Vantraustið í Frakklandi er næstum 40%

"Nearly four in ten people in France, more than 25% of those in the US and 23% in Germany say they definitely or probably will not get vaccinated against Covid-19, according to a survey that underlines the challenge facing governments."

Hvers vegna Guardian kýs að gera svo lítið úr vantrausti í garð bólusetninga í Frakklandi veit ég ekki, en það er býsna mikill munur á því að vantraustið sé í kringum 25%, eins og það er í Þýskalandi og Bandaríkjunum, og svo aftur næstum 40% vantrausti í Frakklandi.

Önnur spurning er svo af hverju mbl.is kýs að "éta það hrátt" upp eftir vefsíðu Guardian og gengur jafnvel lengra og segir það ekki bara í fyrirsögn, heldur einnig í meginmáli fréttar.

Upplýsingaóreiðina má líklega finna víða.

Hvers vegna tortryggni í garð yfirvalda og bóluefna er svo mikið sterkari í Frakklandi en í öðrum löndum, er síðan verðugt rannsóknarefni.

En sagan er þar líklega vísbending, eins og oft áður.

 

 


mbl.is 25% munu líklega ekki þiggja bólusetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarstjóri ræktar "garð sinn" og bílastæði

Það er rétt að taka það fram í upphafi að þessi færsla er tengd við ríflega 3ja ára gamla frétt af mbl.is.  Ég minnist þess ekki að hafa tengt færslu við jafn gamla frétt.

En í fréttinni kemur fram að Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hafi samþykkt á funti sínum stækkun á lóð í eigu Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra.

Það kemur jafnframt fram að lóð nágranna minnki samsvarandi.

Ekkert við það að athuga og um eðlileg viðskipti virðist að ræða.  Dagur segir í svari til mbl.is, að bætt hafi verið við lóð hans "órækt og rósarunnum".

Þar kemur einnig fram að lóðin sem minnkar, er skilgreind sem íbúðahúsalóð.  Þar sé þó ekki bygging, heldur sé hún nýtt að mestu leyti sem bílastæði.

Ég held því að öllum sem hefðu lagt á sig lágmarks heimildavinnu hafi mátt vera ljóst að ekkert óeðlilegt sé við að húseign Dags (og konu hans) hafi 2. til 3. einkabílastæði (ég veit ekki hver heildarfjöldinn er, þó að keypt hafi verið 2. af nágranna).

Sjálfur hefði ég líklega ekki hikað við að taka sömu ákvörðun, hefði verðið verið ásáttanlegt, enda líklegt að verðgildi húseignarinnar hækki með aðgangi að bílastæðum.

En það sem vekur ef til vill upp pólítískar spurningar, er hvers vegna oddviti þess meirihluta í borgarstjórn sem hefur tekið "bíllausan lífstíl" upp á sína arma, og talið byggingar fjölda íbúða án bílastæða til framfara, telur sig þurfa þessi bílastæði?

Ef til vill er þetta gott dæmi um stjórnmálamenn sem segja, ekki gera eins og ég geri, gerið eins og ég segi?

Slíkt væri vissulega ekkert einsdæmi, en það væri fróðlegt ef fjölmiðlar myndu beina slíkum spurningum að borgarstjóra.

 


mbl.is Borgarstjóri stækkar garðinn sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband